Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Höfða í gær.
Alls hlutu fimm aðilar viðurkenningar fyrir fallegar lóðir og þá voru veittar viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á þremur gömlum húsum.
Lóðirnar sem um ræðir eru Tryggvagata 12-14, Birkimelur 3, Hádegismóar 1, Starengi 8-20, 20a og 20b og Laugavegur 85. Húsin sem hlutu viðurkenningu eru við Túngötu 18, Laugarásveg 11 og Bókhlöðustíg 2.

