Góða fólkið fundar Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. september 2019 07:00 Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða, lögreglan og slökkviliðið taka höndum saman um þessi háleitu markmið. Hin svokallaða ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar ber ábyrgð á utanumhaldi. „Stefnt er að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal.“ Til að ná fram göfugum markmiðunum treysta aðilar samkomulags á stefnugerð, samvinnu og ársfjórðungslega fundi. Þá er því beint að þeim sem reka skemmtistaði og hafa lifibrauð sitt af vínsölu að „afgreiða ekki áfengi til þeirra sem sýnilega eru ölvaðir“. Tilefnið er ærið. En ef hægt væri að semja sig frá mannlegum harmleik í Ráðhúsinu væri Ísland vímuefnalaust, ungmenni myndu öll stunda hópíþróttir og stjórnmálamenn gætu samið um að hér fyndu allir hamingjuna. Sannað er að gríðarlegt framboð af vændi sé í Reykjavík. Samt er áratugur frá því að lög tóku gildi um málaflokkinn sem áttu að ná til fólks í vændi og auðvelda því leið út. Hvorki virðist hafa gengið né rekið í þeirri baráttu, þótt margir mætir hafi reynt. Nú ætla embættismenn sér að hittast fjórum sinnum á ári til þess að uppræta þau þjóðfélagslegu mein sem engu ríki hefur lánast að uppræta. Kannski hefur samt best tekist til í Hollandi, þar sem vændi er löglegt og ekki úthýst þangað sem enginn sér. Ekki skal gert lítið úr því að viðfangsefnið er flókið og stórt. Fullkomið skilningsleysi á aðstæðum fólks sem stundar vændi eða beitir ofbeldi er hins vegar nánast áþreifanlegt með málamyndaaðgerðum sem þessum. Rót vandans, í flestum tilfellum, er fíkn. Fíklar heyja baráttu fyrir lífi sínu á hverjum degi. Oft þurfa þeir að verða sér úti um efni eftir ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og oft keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og ofbeldi þrífst. Fíklarnir fá enga innihaldslýsingu á efnunum. Heillavænlegra skref þeirra sem vettlingi geta valdið væri að útvega þeim lengst leiddu fíkniefnin eftir löglegum leiðum og uppi á borðum, opna neyslurými og fjölga skaðaminnkandi úrræðum. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af fíkniefnaneyslu, með því að útvega hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. Með aðgerðum í þá átt mætti bjarga mannslífum og koma í veg fyrir óhamingju. Þessi meinta góðmennska fer hins vegar á hilluna við hliðina á öðru fáránlegu samkomulagi sem kvað á um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Í gær var málamyndasamkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði undirritað. Samhliða var þýðingarlaust samkomulag gert um vændislaus hótel. Reykjavíkurborg, Samtök ferðaþjónustu fyrir hönd skemmtistaða, lögreglan og slökkviliðið taka höndum saman um þessi háleitu markmið. Hin svokallaða ofbeldisvarnarnefnd borgarinnar ber ábyrgð á utanumhaldi. „Stefnt er að því að fyrirbyggja allt mögulegt ofbeldi á skemmtistöðum, þar með talda kynferðislega og kynbundið áreitni, vændi og mansal.“ Til að ná fram göfugum markmiðunum treysta aðilar samkomulags á stefnugerð, samvinnu og ársfjórðungslega fundi. Þá er því beint að þeim sem reka skemmtistaði og hafa lifibrauð sitt af vínsölu að „afgreiða ekki áfengi til þeirra sem sýnilega eru ölvaðir“. Tilefnið er ærið. En ef hægt væri að semja sig frá mannlegum harmleik í Ráðhúsinu væri Ísland vímuefnalaust, ungmenni myndu öll stunda hópíþróttir og stjórnmálamenn gætu samið um að hér fyndu allir hamingjuna. Sannað er að gríðarlegt framboð af vændi sé í Reykjavík. Samt er áratugur frá því að lög tóku gildi um málaflokkinn sem áttu að ná til fólks í vændi og auðvelda því leið út. Hvorki virðist hafa gengið né rekið í þeirri baráttu, þótt margir mætir hafi reynt. Nú ætla embættismenn sér að hittast fjórum sinnum á ári til þess að uppræta þau þjóðfélagslegu mein sem engu ríki hefur lánast að uppræta. Kannski hefur samt best tekist til í Hollandi, þar sem vændi er löglegt og ekki úthýst þangað sem enginn sér. Ekki skal gert lítið úr því að viðfangsefnið er flókið og stórt. Fullkomið skilningsleysi á aðstæðum fólks sem stundar vændi eða beitir ofbeldi er hins vegar nánast áþreifanlegt með málamyndaaðgerðum sem þessum. Rót vandans, í flestum tilfellum, er fíkn. Fíklar heyja baráttu fyrir lífi sínu á hverjum degi. Oft þurfa þeir að verða sér úti um efni eftir ógeðfelldum leiðum, vændi og afbrotum. Efnin eru dýr og oft keypt á svörtum markaði í undirheimum þar sem fáir sjá til og ofbeldi þrífst. Fíklarnir fá enga innihaldslýsingu á efnunum. Heillavænlegra skref þeirra sem vettlingi geta valdið væri að útvega þeim lengst leiddu fíkniefnin eftir löglegum leiðum og uppi á borðum, opna neyslurými og fjölga skaðaminnkandi úrræðum. Sjálfboðaliðaverkefni á borð við Frú Ragnheiði, þar sem áhersla er lögð á að minnka skaðann sem hlýst af fíkniefnaneyslu, með því að útvega hreinar nálar, aðhlynningu og spjall, eru ómetanleg. Með aðgerðum í þá átt mætti bjarga mannslífum og koma í veg fyrir óhamingju. Þessi meinta góðmennska fer hins vegar á hilluna við hliðina á öðru fáránlegu samkomulagi sem kvað á um „Fíkniefnalaust Ísland árið 2000“.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun