20 hugmyndir fyrir bóndann Björk Eiðsdóttir skrifar 24. janúar 2019 11:30 Ýmislegt er hægt að gera sér til dundurs á Bóndadaginn. Getty/Peopleimages Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling. Tímamót Bóndadagur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Bóndadagurinn er á morgun og þá gleðja unnustur og eiginkonur sína menn með ýmsum hætti. Fréttablaðið fór á stúfana og skoðaði hvað er í boði fyrir kröfuharða menn og einnig þá sem vilja frekar eitthvað lítið og voðalega krúttlegt. Bjór Bjórmenning íslendinga er orðin mun þroskaðri og margir kaupa sér bjór til að njóta. Í dag hefst sala á þorrabjór en ÁTVR áætlar að vera með 14 tegundir í boði. Hví ekki að skella sér í ÁTVR og kaupa nokkrar góðar tegundir fyrir bóndann. Vín Sumir eru ekkert fyrir bjór en gott rauðvín skorar hátt. Það er líka hægt að drekka vín og njóta. Það má. Þungt og gott rauðvín getur gert kraftaverk á ísköldu kósíkvöldi. Brennivín Dæmigerður þorramatur samanstendur m.a. af súrsuðum hrútspungum, súrum hval, sviðum, sviðasultu, harðfiski, hangikjöti, laufabrauði og hákarli. Jólabrennivínið frá Ölgerðinni er dásamlegt og passar með öllum þorramat. Bíókort Það er hægt að fá bíókort hjá flestum kvikmyndahúsum. Nú eru Óskarsmyndirnar að rúlla hægt og bítandi um hvíta tjaldið. Hver veit. Kannski býður hann með sér. Áskrift að Stöð 2 sport Enski boltinn hefur sjaldan verið meira spennandi. Meistaradeildin er handan við hornið. Olís-deildirnar í handbolta og Domino’s-deildirnar sömuleiðis. Superbowl og svona mætti lengi telja. Kostar alveg helling en hann verður þakklátur. Það er gefið. Mynd Það þarf ekkert að kosta pening. Stelstu til að prenta út í vinnunni fallega mynd sem þú átt í símanum þínum á a4 pappír og kauptu ramma í Ikea. Netflix Vertu búin að ákveða mynd eða þátt. Ekki eyða kvöldinu í að leita. Miðar á viðburð Á miði.is og tix.is er endalaust úrval. Helgi Björns, Queen og Jóhanna Guðrún í tónlistinni. Mið-Ísland, Sóli Hólm og Jimmy Carr í gríninu og svona mætti lengi telja. Sundkort Vanmetin snilld. Húðflúr Það er lengi hægt að mála sig fallegum litum. Það er enginn að tala um heila ermi eða ljón á bringuna. Bara lítið en fallegt. Skeggolía Þarfaþing hjá loðnum. Post it skilaboð Karlmenn eru margir mjúkir. Margir karlmenn vilja að konurnar þeirra séu smá rómantískar. Kaffibrúsi Alla karlmenn vantar góðan kaffibrúsa. Það er alltaf til staður fyrir kaffibrúsa. Kerti Þetta þarf ekki að vera flókið. Kveiktu á fullt af kertum og gerðu svolítið kósí í kringum ykkur. Hjúfrið ykkur hvort að öðru og lesið saman, horfið saman eða njótið þess bara að vera í saman. Ljóð Allir Íslendingar elska góða íslensku og ljóðlist hefur fylgt okkur frá upphafi. Gott ljóð er snilld og slæmt ljóð er fyndið. Prófaðu skáldkonuna í þér. Komdu heim með ís Ef þú ert gersneydd hugmyndum má alltaf koma heim með lítra af ís og heita súkkulaðisósu. Það er ekkert betra, hvort sem það er vetur, sumar, vor eða haust. Dekur Það má líka bara henda gamla stirða líkamanum í smá dekur. Svunta Áhugakokkar eiga væntanlega svuntu en það má lengi bæta á sig blómum. Falleg leðursvunta er nánast stofustáss. Veiðin Skot- eða stangveiðimenn vilja alltaf eiga meira. Þeir þiggja glaðir nýjan kíki, nýja flugu, nýjar leirdúfur. Kíkið upp í Hlað uppi á Höfða og njótið. Vasaúr Það eru margir í vestum yfir skyrtunni á þorrablótum og það er töff að vera með vasaúr. Kostar ekkert sérstaklega mikið en bætir lúkkið um heilan helling.
Tímamót Bóndadagur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira