Segir nýjan takt í viðræðunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Fjörutíu tillögur voru settar fram af átakshópi til að bregðast við húsnæðisvandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
„Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira