Google gæti drepið auglýsingavara Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 21:38 Chrome frá Google er mest notaði vefvafri heims. Vísir/AFP Breytingar sem tæknirisinn Google er með í smíðum á Chrome-vefvafranum gæti gert netverjum mun erfiðara fyrir að loka á auglýsingar á vefnum og koma í veg fyrir að fyrirtæki safni upplýsingum um þá. Google segir að breytingarnar séu enn aðeins á teikniborðinu. Auglýsingavarar eru viðbætur sem hægt er að fá fyrir vefvafra. Þeir koma meðal annars í veg fyrir að vefsíður birti auglýsingar í nýjum glugga. Hugbúnaðarfyrirtækið Ghostery sem býður upp á auglýsingavara segir að fyrirhugaðar breytingar á Chrome myndu í reynd „eyðileggja“ auglýsingavara og persónuvernd eins og hún er í dag. Fleiri fyrirtæki hafa lýst svipuðum áhyggjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Google segir að breytingunum sé ætlað að bæta frammistöðu, öryggi og persónuvernd í viðbótum í vafranum. Viðbætur geti stundum hægt á vefsíðum þegar þær lesa upplýsingar. Ætlun Google er að banna viðbótum að breyta gögnum sem þær fá frá vefsíðum sem netnotendur heimsækja. Forsvarsmenn Google segjast ætla að ráðfæra sig við hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða upp á auglýsingavara og fleiri viðbætur til að takmarka áhrif breytinganna. Markmið sé ekki að eyðileggja viðbæturnar. Google Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Breytingar sem tæknirisinn Google er með í smíðum á Chrome-vefvafranum gæti gert netverjum mun erfiðara fyrir að loka á auglýsingar á vefnum og koma í veg fyrir að fyrirtæki safni upplýsingum um þá. Google segir að breytingarnar séu enn aðeins á teikniborðinu. Auglýsingavarar eru viðbætur sem hægt er að fá fyrir vefvafra. Þeir koma meðal annars í veg fyrir að vefsíður birti auglýsingar í nýjum glugga. Hugbúnaðarfyrirtækið Ghostery sem býður upp á auglýsingavara segir að fyrirhugaðar breytingar á Chrome myndu í reynd „eyðileggja“ auglýsingavara og persónuvernd eins og hún er í dag. Fleiri fyrirtæki hafa lýst svipuðum áhyggjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Google segir að breytingunum sé ætlað að bæta frammistöðu, öryggi og persónuvernd í viðbótum í vafranum. Viðbætur geti stundum hægt á vefsíðum þegar þær lesa upplýsingar. Ætlun Google er að banna viðbótum að breyta gögnum sem þær fá frá vefsíðum sem netnotendur heimsækja. Forsvarsmenn Google segjast ætla að ráðfæra sig við hugbúnaðarfyrirtæki sem bjóða upp á auglýsingavara og fleiri viðbætur til að takmarka áhrif breytinganna. Markmið sé ekki að eyðileggja viðbæturnar.
Google Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira