Þegar litið er á síðustu leiki þessara liða í Hafnarfirði má sjá að Víkingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Krikanum.
Á þessari öld hafa Víkingar einungis unnið einn leik í Kaplakrika og það var í VISA-bikarnum árið 2006. Þá vann liðið 2-1 sigur með tveimur mörkum frá Höskuldi Eiríkssyni sem síðar meir lék með FH.
Næsti leikur er á mánudaginn í Kaplakrika kl 1️gegn @vikingurfc. Allir á völlinn og áfram FH! #ViðerumFH#fotboltinet@pepsimaxdeildinpic.twitter.com/dn9a7GzBaD
— FHingar (@fhingar) July 6, 2019
Liðin hafa mæst tíu sinnum í deildinni á þessari öld. Fimleikafélagið hefur unnið fimm af þessum tíu viðureignum og fimm leikjanna hafa endað með jafntefli.
Markatalan er því eðlilega FH í hag, 20-8, en í fimm af tíu leikjum liðanna í deildinni á þessari öld hefur FH náð að halda hreinu.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með leik liðanna í kvöld en FH hefur verið í miklum vandræðum að undanförnu og ekki unnið leik í Pepsi Max-deildinni síðan 20. maí.
Víkingur heimsækir FH í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15.
— Víkingur FC (@vikingurfc) July 8, 2019
Mætum og styðjum okkar menn!
pic.twitter.com/zmvfxG7o1q
Flautað verður til leiks í Kaplakrika klukkan 19.15 en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.55. Pepsi Max-mörkin verða svo strax að leik loknum.
Leikir liðanna í deildinni í Kaplakrika á þessari öld:
FH - Víkingur R. 2-2 (tímabilið 2000)
FH - Víkingur R. 0-0 (tímabilið 2004)
FH - Víkingur R. 4-0 (tímabilið 2006)
FH - Víkingur R. 4-1 (tímabilið 2007)
FH - Víkingur R. 1-1 (tímabilið 2011)
FH - Víkingur R. 1-0 (tímabilið 2014)
FH - Víkingur R. 1-0 (tímabilið 2015)
FH - Víkingur R. 2-2 (tímabilið 2016)
FH - Víkingur R. 2-2 (tímabilið 2017)
FH - Víkingur R. 3-0 (tímabilið 2018)
FH sigrar: Fimm sigrar
Jafntefli: Fimm jafntefli
Markatala: 20-8
Leikir liðanna í bikarkeppni á þessari öld í Kaplakrika:
FH - Víkingur R. 1-2 (tímabilið 2006)