Fyrstu laxarnir komnir úr Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2019 11:00 Veitt í Soginu Mynd úr safni Ein af þeim ám sem verður aldrei vatnslaus er Sogið en fréttir af fyrstu löxunum eru að berast af bökkum Sogsins. Fyrsti laxinn kom á opnunardaginn í Sakkarhólma en hann var búinn að sýna sig þar aðeins áður og tók púpu andstreymis. Fyrstu laxarnir sem við höfum frétt af við Ásgarð eru líka komnir á land en þar var að sögn fréttavefs Lax-Á nokkuð líf við opnun þar sem þrír laxar veiddust og nokkrir sluppu af. Við höfum heyrt af einum laxi af Syðri Brú en höfum ekki fengið það staðfest. Ekkert er komið af Alviðru en þar hefur að sama skapi engin verið að veiða. Það hefur sést til laxa í göngu síðustu daga og þá helst Ásgarðsmeginn en þar eru nokkrir af gjöfulustu stöðum Sogsins eins og Frúarsteinn og Símastrengur. Bíldsfellsmeginn eru það veiðistaðir eins og Sakkarhólmi, Efri og Neðri Garður ásamt Melhorni sem eru oft gjöfulastir. Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði
Ein af þeim ám sem verður aldrei vatnslaus er Sogið en fréttir af fyrstu löxunum eru að berast af bökkum Sogsins. Fyrsti laxinn kom á opnunardaginn í Sakkarhólma en hann var búinn að sýna sig þar aðeins áður og tók púpu andstreymis. Fyrstu laxarnir sem við höfum frétt af við Ásgarð eru líka komnir á land en þar var að sögn fréttavefs Lax-Á nokkuð líf við opnun þar sem þrír laxar veiddust og nokkrir sluppu af. Við höfum heyrt af einum laxi af Syðri Brú en höfum ekki fengið það staðfest. Ekkert er komið af Alviðru en þar hefur að sama skapi engin verið að veiða. Það hefur sést til laxa í göngu síðustu daga og þá helst Ásgarðsmeginn en þar eru nokkrir af gjöfulustu stöðum Sogsins eins og Frúarsteinn og Símastrengur. Bíldsfellsmeginn eru það veiðistaðir eins og Sakkarhólmi, Efri og Neðri Garður ásamt Melhorni sem eru oft gjöfulastir.
Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Leynivopnið í vatnavöxtum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði