Körfubolti

Arnór: Ánægður með að hafa komið í Breiðablik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór fagnar með liðsfélögum sínum á góðri stundu í vetur
Arnór fagnar með liðsfélögum sínum á góðri stundu í vetur vísir/daníel
„Það sem við viljum gera fyrst og fremst er að njóta þess að spila körfubolta og hafa gaman að þessu,“ sagði Arnór Hermannsson, leikmaður Breiðabliks, eftir tapleikinn gegn Val í Domino's-deild karla í kvöld. Með honum varð ljóst að Breiðablik spilar í 1. deildinni á næsta tímabili.

„Mér fannst lokatölurnar í dag ekki gefa rétta mynd af leiknum. Þeir hittu mjög vel í lokin og það var lítið hægt að gera í því,“ sagði Arnór sem sagði þó meiri baráttuhug í Blikum í kvöld en í síðasta leik, þar sem Breiðablik tapaði stórt. Í kvöld vann Valur, 93-69, en Blikar náðu þó að hanga í gestunum fram í miðjan fjórða leikhluta.

„Við höfum nýtt tíman síðan þá til að byggja okkur upp. Þetta hefur í raun verið eins og annað undirbúningstímabil. Við höfum farið yfir nokkur mál, ætlum að hætta að vera neikvæðir og einbeita okkur að því að spila vel fyrir hvorn annan,“ sagði Arnór.

Breiðablik spilaði án bandarísks leikmanns í kvöld og munu gera áfram til loka tímabilsins. „Þetta er mikil ábyrgð fyrir okkar ungu leikmenn og áskorun. Ég held að þetta verði gaman.“

Arnór kom til Breiðabliks frá KR fyrir þessa leiktíð og hann sér ekki eftir því, þrátt fyrir allt.

„Ég er mjög ánægður með þetta skref, þó svo að þetta hafi ekki farið eins og ég vildi. En hvað mig varðar þá fannst mér þetta mikilvægt skref að koma hingað og fá aðeins að spreyta mig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×