Bandaríkin krefja Pakistan um svör vegna herflugvélar Andri Eysteinsson skrifar 3. mars 2019 19:01 Hér má sjá F-16 herflugvél á flugi. Getty/Anadolu Agency Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum. Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld leita svara við fyrirspurn sinni um hvort F-16 herflugvél, sem smíðuð er í Bandaríkjunum, hafi verið notuð af pakistanska hernum til að skjóta niður indverska herflugvél síðasta miðvikudag. Reuters greinir frá. Hafi svo verið þykir það brjóta gegn samkomulagi milli Bandaríkjanna og Pakistan sem sett var vegna vopnasölu milli þjóðanna. Mikil átök hafa geisað milli Indlands og Pakistan í Kashmir-héraði. Báðar þjóðir hafa varpað sprengjum í vikunni og í miðri viku var indverskri vél grandað og flugmaður hennar handtekinn af Pakistönum. Tveimur dögum síðar var flugmanninn þó sleppt og þótti það til marks um að draga myndi úr átökunum. Ástandið er þó enn eldfimt.Indverjar segja bara F-16 koma til greina Sama dag og indversku vélinni var grandað neitaði talsmaður pakistanska hersins því að F-16 vél hafi skotið indversku vélina niður. F-16 vélar eru smíðaðar af bandaríska fyrirtækinu Lockheed Martin og keyptu Pakistönsk yfirvöld slíkar vélar frá Bandarískum kollegum sínum. Bandaríkin seldu Pakistönum vélarnar en settu takmörk á í hvaða tilgangi vélarnar má nota. Degi eftir að vélin var skotin niður birtu indversk stjórnvöld gögn sem benda til þess að loftskeytið sem grandaði indversku vélinni geti einungis hafa komið úr F-16 herflugvél en ekki frá kínverskri JF-17 vél, en pakistanski herinn hefur einungis tvær gerðir herflugvéla. Bandaríkjastjórn leitar nú frekari upplýsinga um málið og lítur það alvarlegum augum.
Bandaríkin Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00