Bayern München tapaði nokkuð óvænt fyrir Bayer Leverkusen í þýsku Bundesligunni í dag. Borussia Dortmund náði þó ekki að nýta sér mistök Bayern til fulls, liðið gerði jafntefli við Eintracht Frankfurt.
Dortmund var með sex stiga forskot á Bayern á toppi deildarinnar fyrir tuttugustu umferðina. Bayern sótti lið Leverkusen heim í dag, en Leverkusen var um miðja deild fyrir leikinn.
Leon Goretzka kom gestunum frá München yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en heimamenn tóku öll völd í seinni hálfleik.
Leon Bailey og Kevin Volland skoruðu fyrir Leverkusen á tíu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. Varamaðurinn Lucas Alario gulltryggði svo sigur Leverkusen með marki undir lok venjulegs leiktíma og 3-1 urðu lokatölur.
Dortmund sótti Frankfurt heim á sama tíma en náði ekki að nýta sér tap Bayern og fara í níu stiga forskot því Luka Jovic jafnaði leikinn eftir að Marco Reus hafði komið Dortmund yfir í fyrri hálfleik.
Lokatölur í Frankfurt 1-1 og Dortmund fer í 49 stig á toppi deildarinnar.
Dortmund með sjö stiga forskot eftir tap Bayern
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn




Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti
