Opið bréf til hinsegin fólks Margrét Nilsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 09:00 Nú eru Hinsegin dagar að baki. Þeir náðu hápunkti sínum með Gleðigöngunni núna á laugardaginn, þar sem gríðarlega fjölbreyttur hópur kom saman, bæði til að fagna þeim áföngum sem hafa náðst í baráttu hinsegin fólks og til að minna á það sem út af stendur ennþá. Við í félaginu BDSM á Íslandi tókum þátt í fjórða sinn, gengum stolt og glöð um miðbæinn með skilti og fána og fögnuðum með öllum hinum niðri í Hljómskálagarði, í spennufalli og gleðivímu. Þó að stolt og gleði hafi verið sterkustu tilfinningarnar í göngunni, þá eru það aðrar tilfinningar sem hafa völdin í huga mínum núna þegar ég sest niður og hugsa til baka. Þakklæti og auðmýkt eru mér efst í huga. Þar sem við gengum fylktu liði, sum hver í glansandi latexi eða öðrum sérkennilegum og ögrandi klæðnaði og önnur í borgaralegum klæðum, falleg og fjölbreytt og fagnandi, var okkur hvarvetna tekið með velvild, uppörvandi brosum og oftsinnis fagnaðarhrópum og klappi (og það jafnvel áður en fólk kom auga á liðsmenn Hatara innan okkar raða). Hvergi sá ég grettur eða hneykslun, hvergi óvild eða gremju. Þarna sem ég hoppaði og skoppaði með skiltið mitt, ölvuð af gleði og hálfsturluð í þeirri frelsistilfinningu sem fylgir því að leyfa sér að vera algjörlega óafsakandi yfir eigin tilvist, þá kviknaði líka önnur lágstemmdari tilfinning. Þakklæti. Um kvöldið lá leiðin á Gaukinn, þar sem hinsegin fólk hélt áfram að fagna. Það er erfitt að lýsa stemningunni. Gleði og kærleikur og einhver umvefjandi hlýja, þessi orka sem verður til þegar fólk leyfir sér að vera eins og það er og þarf ekki að óttast dómhörku og skilningsleysi. Þessi síðustu ár hef ég kynnst mörgu fólki í hinsegin samfélaginu, eignast vini og kunningja, fengið að tjá mig og fræða aðra og líka verið frædd um ýmislegt sjálf. Þarna voru því mörg kunnugleg andlit og margar innilegar kveðjur eins og stundum áður en núna opnaðist eitthvað í mér og einhver ný tilfinning bærði á sér. Smátt og smátt rann það upp fyrir mér að þetta væri fólkið mitt. Ekki bara þessi tiltölulega litli hópur sem ég er í forsvari fyrir, heldur öll þessi stórkostlega hinsegin stórfjölskylda. Ég var ekki bara innan um vini, ég tilheyrði. Ég var meðtekin, samþykkt, elskuð. (Ég á eftir að teygja alveg rosalega á þessari fjölskyldulíkingu í eftirfarandi efnisgreinum en bið lesendur að umbera það og fylgja mér eftir af bestu getu). Að fá að tilheyra þessari hinsegin stórfjölskyldu er ekki sjálfgefið eða endilega verðskuldað. Þegar við bönkuðum á dyr Samtakanna ‘78 árið 2016, eins og svartklæddur vandræðaunglingur í tilvistarkreppu, með það fyrir augum að fá smá skjól undir þakskegginu, óraði okkur ekki fyrir hvaða áhrif það myndi hafa. Félagið okkar var á bullandi gelgjuskeiði, við vorum ennþá að finna okkar stað í veröldinni, enn að skilgreina okkur, við vorum hrædd við að vera til, misskilin og jafnvel fyrirlitin og tilvist okkar ein og sér var ögrandi í augum sumra. Við erum hagsmunafélag BDSM-fólks og sem slíkt vildum við geta beitt okkur fyrir það á einhvern hátt en við vorum of fá til að hafa bolmagn til þess. Okkar fólk var of hrætt við fordóma til að stíga fram þegar hneigðir þess voru notaðar gegn því og þá sjaldan sem fólk leitaði til okkar gátum við lítið aðhafst. Hagsmunaaðildin var á sínum tíma ekki ættleiðingarbeiðni, allavega ekki í okkar huga. Við sáum Samtökin sem einhverskonar stóran bróður eða vingjarnlegan frænda sem gott væri að geta leitað til ef á þyrfti að halda. Innan okkar raða voru nú þegar mörg sem skilgreindu sig hinsegin á einhvern hátt en fundu fyrir meiri skömm og þöggun í kringum BDSM-hliðar sínar en annars konar hinseginleika. Okkur virtist því augljóst að þarna væri skörun og full ástæða til samstöðu og samstarfs, hvort sem BDSM-kenndirnar sem slíkar væru taldar hinsegin eða ekki. Fljótlega fór umræðan samt mikið til að snúast um hvort að BDSM-hneigð, sem var alveg nýtt hugtak sem fólk þekkti ekki, væri alvöru hneigð eða hvort þarna væri bara á ferðinni hópur af sískynja, gagnkynhneigðu fólki með undarlegt áhugamál. Við reyndum að mjálma eitthvað um að við vildum bara samvinnu og samstöðu þegar það ætti við en værum ekki að ætlast til algjörrar innlimunar en alltaf var talað um inngöngu og aðild og umsókn okkar rædd á þeim forsendum. Þessi umræða var erfið. Við vorum sár og reið yfir því að okkar dýpstu og viðkvæmustu kenndum var ýmist líkt við almenn áhugamál eins og skák eða andstyggilega hluti eins og barnaníð. Mörg okkar gátu ekki setið þegjandi hjá, stigu fram og tjáðu sig um hluti sem þau höfðu aldrei tjáð sig um áður, komu út úr skápnum sínum óundirbúin með tárin í augunum og reyndu að útskýra líðan sína og eðli, við misjafnar undirtektir. Það var átakanlegt og sárt og sum okkar eru enn að vinna úr þessari reynslu. Þegar maður upplifir skilningsleysi og óvild, þá verður maður ósjálfrátt dálítið sjálfhverfur, skellir hurðum í fússi og það verður erfitt að gera sér grein fyrir stóru myndinni. Á síðum samfélagsmiðla voru höggin látin dynja og stundum fyrir neðan beltisstað og úr varð skæradrífa sem særði alla á þessum vígvelli, bara mismikið. Þegar mestu ranghugmyndirnar um eðli okkar og innræti höfðu verið leiðréttar og flest fólk innan samtakanna var að mestu meðvitað um hvað var á ferðinni kom í ljós að málið snérist um meira en það hvort við værum nógu hinsegin eða ekki. Tilkoma okkar var sem fleygur í þá sprungu sem þegar var til staðar innan hinseginheimilisins. Þau sem byggt höfðu húsið sjálft í sveita síns andlits, reist grunn þess með berum höndum, óbilandi kjarki og hugrekki og síðar byggt við það til að hleypa fleiri jaðarsettum hópum undir öruggt þak, voru nú þau einu sem ekki höfðu sérherbergi. Kjarninn í fjölskyldunni, hommar og lesbíur, voru hætt að upplifa sig sem húsráðendur og sum hver voru bara alls ekki sátt við allar þessar viðbyggingar, sem höfðu breytt upprunalega draumaheimilinu verulega, og sáu eftir að hafa ekki byggt annars konar fjölbýli. Við sáum þetta og fannst miður að vera orðin að eins konar víglínu í átökum sem við höfðum ekki séð fyrir. Eins og sjálfhverfur unglingur fannst okkur þetta líka afskaplega ósanngjarnt allt saman, fannst þetta ekki vera okkur að kenna og týndum okkur í eigin sársauka, alls ófær um að skilja hversu djúp sár voru að opnast allt í kringum okkur. Það er nefnilega eitt að vita og annað að skilja. Hinseginfjölskyldan var að klofna en við gátum ekki skilið sársaukann nema að litlu leiti, þar sem við tilheyrðum henni ekki ennþá. Nú þegar við höfum, eftir allt saman, verið meðtekin og myndað tengsl sem ég vona að muni aldrei trosna, þá skynjum við loks hvað tilkoma okkar var sársaukafull. Við sjáum tómarúmið sem myndaðist þegar öflugt og gott fólk varð frá að hverfa eftir þá orrahríð sem fór af stað, vinslitin sem urðu við að eitthvað var sagt í hita leiksins sem særði of mikið, fílinn í herberginu sem ekki er talað um í fjölskylduboðunum. Við báðum kannski ekki um þessa ættleiðingu hreint út en við bárum okkur nógu aumlega til að fjölskyldan opnaði dyr sínar fyrir okkur. Einhverjir hefðu kannski frekar viljað leigja okkur íbúð í bílskúrnum en nú erum við hér og það er hlýtt og við erum þakklát. Við höfum nú þegar notið góðs af verndinni. Við höfum getað sent ráðvillt BDSM-fólk til ráðgjafa á vegum Samtakanna og ungmenni með BDSM-kenndir geta nú leitað til ungliðahreyfingarinnar og fengið skjól þar. Áður höfðum við engin ráð. Kæra hinseginfjölskylda. Síðan þú hleyptir okkur inn höfum við reynt að haga okkur vel og halda hreinu hjá okkur, vera ekki baggi á hinseginheimilinu og jafnvel reynt að gera örlítið gagn. Ég vona að það sé ákveðið þroskamerki að við séum auðmjúk og viljum biðjast afsökunar á því hvað við vorum sjálfselsk og klaufaleg. Við meintum ekkert illt, við vildum bara skjól. Ég vona líka að þetta sé ekki of lítið eða of seint og að þau sem sögðu skilið við hinsegin samfélagið á sínum tíma taki okkur að lokum í sátt og snúi aftur. Þrátt fyrir allt er mun fleira sem sameinar okkur en sundrar og ég óska öllum þess að fá að finna þessa tilfinningu sem ég fann núna á Hinsegindögum, að tilheyra einhverju svo göfugu að orð fá því ekki lýst. -Margrét Nilsdóttir, formaður BDSM á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru Hinsegin dagar að baki. Þeir náðu hápunkti sínum með Gleðigöngunni núna á laugardaginn, þar sem gríðarlega fjölbreyttur hópur kom saman, bæði til að fagna þeim áföngum sem hafa náðst í baráttu hinsegin fólks og til að minna á það sem út af stendur ennþá. Við í félaginu BDSM á Íslandi tókum þátt í fjórða sinn, gengum stolt og glöð um miðbæinn með skilti og fána og fögnuðum með öllum hinum niðri í Hljómskálagarði, í spennufalli og gleðivímu. Þó að stolt og gleði hafi verið sterkustu tilfinningarnar í göngunni, þá eru það aðrar tilfinningar sem hafa völdin í huga mínum núna þegar ég sest niður og hugsa til baka. Þakklæti og auðmýkt eru mér efst í huga. Þar sem við gengum fylktu liði, sum hver í glansandi latexi eða öðrum sérkennilegum og ögrandi klæðnaði og önnur í borgaralegum klæðum, falleg og fjölbreytt og fagnandi, var okkur hvarvetna tekið með velvild, uppörvandi brosum og oftsinnis fagnaðarhrópum og klappi (og það jafnvel áður en fólk kom auga á liðsmenn Hatara innan okkar raða). Hvergi sá ég grettur eða hneykslun, hvergi óvild eða gremju. Þarna sem ég hoppaði og skoppaði með skiltið mitt, ölvuð af gleði og hálfsturluð í þeirri frelsistilfinningu sem fylgir því að leyfa sér að vera algjörlega óafsakandi yfir eigin tilvist, þá kviknaði líka önnur lágstemmdari tilfinning. Þakklæti. Um kvöldið lá leiðin á Gaukinn, þar sem hinsegin fólk hélt áfram að fagna. Það er erfitt að lýsa stemningunni. Gleði og kærleikur og einhver umvefjandi hlýja, þessi orka sem verður til þegar fólk leyfir sér að vera eins og það er og þarf ekki að óttast dómhörku og skilningsleysi. Þessi síðustu ár hef ég kynnst mörgu fólki í hinsegin samfélaginu, eignast vini og kunningja, fengið að tjá mig og fræða aðra og líka verið frædd um ýmislegt sjálf. Þarna voru því mörg kunnugleg andlit og margar innilegar kveðjur eins og stundum áður en núna opnaðist eitthvað í mér og einhver ný tilfinning bærði á sér. Smátt og smátt rann það upp fyrir mér að þetta væri fólkið mitt. Ekki bara þessi tiltölulega litli hópur sem ég er í forsvari fyrir, heldur öll þessi stórkostlega hinsegin stórfjölskylda. Ég var ekki bara innan um vini, ég tilheyrði. Ég var meðtekin, samþykkt, elskuð. (Ég á eftir að teygja alveg rosalega á þessari fjölskyldulíkingu í eftirfarandi efnisgreinum en bið lesendur að umbera það og fylgja mér eftir af bestu getu). Að fá að tilheyra þessari hinsegin stórfjölskyldu er ekki sjálfgefið eða endilega verðskuldað. Þegar við bönkuðum á dyr Samtakanna ‘78 árið 2016, eins og svartklæddur vandræðaunglingur í tilvistarkreppu, með það fyrir augum að fá smá skjól undir þakskegginu, óraði okkur ekki fyrir hvaða áhrif það myndi hafa. Félagið okkar var á bullandi gelgjuskeiði, við vorum ennþá að finna okkar stað í veröldinni, enn að skilgreina okkur, við vorum hrædd við að vera til, misskilin og jafnvel fyrirlitin og tilvist okkar ein og sér var ögrandi í augum sumra. Við erum hagsmunafélag BDSM-fólks og sem slíkt vildum við geta beitt okkur fyrir það á einhvern hátt en við vorum of fá til að hafa bolmagn til þess. Okkar fólk var of hrætt við fordóma til að stíga fram þegar hneigðir þess voru notaðar gegn því og þá sjaldan sem fólk leitaði til okkar gátum við lítið aðhafst. Hagsmunaaðildin var á sínum tíma ekki ættleiðingarbeiðni, allavega ekki í okkar huga. Við sáum Samtökin sem einhverskonar stóran bróður eða vingjarnlegan frænda sem gott væri að geta leitað til ef á þyrfti að halda. Innan okkar raða voru nú þegar mörg sem skilgreindu sig hinsegin á einhvern hátt en fundu fyrir meiri skömm og þöggun í kringum BDSM-hliðar sínar en annars konar hinseginleika. Okkur virtist því augljóst að þarna væri skörun og full ástæða til samstöðu og samstarfs, hvort sem BDSM-kenndirnar sem slíkar væru taldar hinsegin eða ekki. Fljótlega fór umræðan samt mikið til að snúast um hvort að BDSM-hneigð, sem var alveg nýtt hugtak sem fólk þekkti ekki, væri alvöru hneigð eða hvort þarna væri bara á ferðinni hópur af sískynja, gagnkynhneigðu fólki með undarlegt áhugamál. Við reyndum að mjálma eitthvað um að við vildum bara samvinnu og samstöðu þegar það ætti við en værum ekki að ætlast til algjörrar innlimunar en alltaf var talað um inngöngu og aðild og umsókn okkar rædd á þeim forsendum. Þessi umræða var erfið. Við vorum sár og reið yfir því að okkar dýpstu og viðkvæmustu kenndum var ýmist líkt við almenn áhugamál eins og skák eða andstyggilega hluti eins og barnaníð. Mörg okkar gátu ekki setið þegjandi hjá, stigu fram og tjáðu sig um hluti sem þau höfðu aldrei tjáð sig um áður, komu út úr skápnum sínum óundirbúin með tárin í augunum og reyndu að útskýra líðan sína og eðli, við misjafnar undirtektir. Það var átakanlegt og sárt og sum okkar eru enn að vinna úr þessari reynslu. Þegar maður upplifir skilningsleysi og óvild, þá verður maður ósjálfrátt dálítið sjálfhverfur, skellir hurðum í fússi og það verður erfitt að gera sér grein fyrir stóru myndinni. Á síðum samfélagsmiðla voru höggin látin dynja og stundum fyrir neðan beltisstað og úr varð skæradrífa sem særði alla á þessum vígvelli, bara mismikið. Þegar mestu ranghugmyndirnar um eðli okkar og innræti höfðu verið leiðréttar og flest fólk innan samtakanna var að mestu meðvitað um hvað var á ferðinni kom í ljós að málið snérist um meira en það hvort við værum nógu hinsegin eða ekki. Tilkoma okkar var sem fleygur í þá sprungu sem þegar var til staðar innan hinseginheimilisins. Þau sem byggt höfðu húsið sjálft í sveita síns andlits, reist grunn þess með berum höndum, óbilandi kjarki og hugrekki og síðar byggt við það til að hleypa fleiri jaðarsettum hópum undir öruggt þak, voru nú þau einu sem ekki höfðu sérherbergi. Kjarninn í fjölskyldunni, hommar og lesbíur, voru hætt að upplifa sig sem húsráðendur og sum hver voru bara alls ekki sátt við allar þessar viðbyggingar, sem höfðu breytt upprunalega draumaheimilinu verulega, og sáu eftir að hafa ekki byggt annars konar fjölbýli. Við sáum þetta og fannst miður að vera orðin að eins konar víglínu í átökum sem við höfðum ekki séð fyrir. Eins og sjálfhverfur unglingur fannst okkur þetta líka afskaplega ósanngjarnt allt saman, fannst þetta ekki vera okkur að kenna og týndum okkur í eigin sársauka, alls ófær um að skilja hversu djúp sár voru að opnast allt í kringum okkur. Það er nefnilega eitt að vita og annað að skilja. Hinseginfjölskyldan var að klofna en við gátum ekki skilið sársaukann nema að litlu leiti, þar sem við tilheyrðum henni ekki ennþá. Nú þegar við höfum, eftir allt saman, verið meðtekin og myndað tengsl sem ég vona að muni aldrei trosna, þá skynjum við loks hvað tilkoma okkar var sársaukafull. Við sjáum tómarúmið sem myndaðist þegar öflugt og gott fólk varð frá að hverfa eftir þá orrahríð sem fór af stað, vinslitin sem urðu við að eitthvað var sagt í hita leiksins sem særði of mikið, fílinn í herberginu sem ekki er talað um í fjölskylduboðunum. Við báðum kannski ekki um þessa ættleiðingu hreint út en við bárum okkur nógu aumlega til að fjölskyldan opnaði dyr sínar fyrir okkur. Einhverjir hefðu kannski frekar viljað leigja okkur íbúð í bílskúrnum en nú erum við hér og það er hlýtt og við erum þakklát. Við höfum nú þegar notið góðs af verndinni. Við höfum getað sent ráðvillt BDSM-fólk til ráðgjafa á vegum Samtakanna og ungmenni með BDSM-kenndir geta nú leitað til ungliðahreyfingarinnar og fengið skjól þar. Áður höfðum við engin ráð. Kæra hinseginfjölskylda. Síðan þú hleyptir okkur inn höfum við reynt að haga okkur vel og halda hreinu hjá okkur, vera ekki baggi á hinseginheimilinu og jafnvel reynt að gera örlítið gagn. Ég vona að það sé ákveðið þroskamerki að við séum auðmjúk og viljum biðjast afsökunar á því hvað við vorum sjálfselsk og klaufaleg. Við meintum ekkert illt, við vildum bara skjól. Ég vona líka að þetta sé ekki of lítið eða of seint og að þau sem sögðu skilið við hinsegin samfélagið á sínum tíma taki okkur að lokum í sátt og snúi aftur. Þrátt fyrir allt er mun fleira sem sameinar okkur en sundrar og ég óska öllum þess að fá að finna þessa tilfinningu sem ég fann núna á Hinsegindögum, að tilheyra einhverju svo göfugu að orð fá því ekki lýst. -Margrét Nilsdóttir, formaður BDSM á Íslandi
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun