„Myndi ekki líka vel við hann þótt hann myndi bjóða mér fimm milljarða dollara“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. ágúst 2019 11:00 Nasri og Frimpong í orðaskaki eftir bikarleikinn umtalaða. vísir/getty Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur. Enski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira
Hinn skrautlegi fyrrum miðjumaður Arsenal, Emmanuel Frimpong, segir að hann og Samir Nasri hafi aldrei átt samleið hjá félaginu eftir atvik sem átti sér stað í deildarleik gegn Liverpool árið 2011. Arsenal tapaði leiknum en þetta var einungis annar leikur Frimpong fyrir Arsenal. Hann fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en þá var staðan markalaus. Lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool. Eftir leikinn gerðist atvik í búningsherbergi Arsenal sem átti eftir að draga heldur betur dilk á eftir sér. „Það þurfti enginn að segja mér að það sem gerðist var heimskulegt. Eftir leikinn komu allir inn í búningsherbergið og Wenger var hljóður. Svo stóð Nasri upp fyrir framan alla og sagði að tapið hefði verið mér að kenna.“ „Ég get skilið það en ég hugsaði afhverju myndi einhver, sérstaklega þegar ég er að spila minn annan leik, gera svona við ungan leikmann á þessu augnabliki?“'Even if he gives me five billion dollars, I will still not like him' Emmanuel Frimpong reveals his disdain for Samir Nasri and the full story behind his bust-ups with former Arsenal team-matehttps://t.co/qSp5t004Oo — MailOnline Sport (@MailSport) August 21, 2019Fjörinu milli þeirra var ekki lokið. Þegar Nasri gekk í raðir Manchester City nokkrum mánuðum eftir tapið gegn Liverpool óskaði Jack Wilshere Frakkanum góðs gengis á Twitter. Frimpong og Wilshere voru þá samherjar hjá Arsenal og hann svaraði tísti Wilshere: „Pfff, láttu ekki svona Jack.“ Það fór ekki vel í Nasri sem hringdi í Alex Song, leikmann Arsenal, á þeim tímapunkti og bað hann um að fá að tala við Frimpong eftir eina æfingu Arsenal. „Ég tók símann af Alex og þetta var Nasri að hóta mér. Hann sagði að þegar hann sæi mig þá myndi hitt og þetta gerast. Ég sagði við hann að ég væri ekki hræddur við hann. Ef við vildum leysa þetta eins og menn, þá myndum við gerum það.“ „Ég sagði við hann að mér líkaði ekki vel við hann, ég virti hann ekki og ég myndi aldrei virða hann sem atvinnumann,“ sagði grjótharður Frimpong.Það var rosalegur hiti í deildarbikarleiknum milli Frimpong og Nasri.vísir/gettyStríð þeirra náði hæstum hæðum er Arsenal mætti Manchester City í deildarbikarnum árið 2011. Frimpong og Nasri spiluðu báðir þann leik og þar sauð allt upp úr. „Á meðan leiknum stóð sagði hann að hann gæti keypt mig. Svo heimskur er þessi gaur. Hann gat það líklega því þá átti hann milljónir en þetta er enginn virðing.“ „Þetta er það sem gerðist. Hann lagði mig í einelti. Hann vissi ekki hvernig átti að taka ábyrgðinni sem aðalleikmaður og hjálpa ungum leikmönnum. Ég bar alltaf mikla virðingu fyrir eldri leikmönnunum.“ „Þú getur spurt Aaron Ramsey og Jack Wilshere. Ég bar alltaf virðingu fyrir þeim en sannleikurinn er sá að mér líkaði aldrei við Nasri og mér mun aldrei líka vel við hann. Þótt að hann gefi mér fimm milljarða dollara mun mér ekki líka vel við hann,“ sagði Frimpong að lokum. Frimpong er nú án félags einungis 27 ára gamall en hann lék síðast með Ermis Aradippou á Kýpur.
Enski boltinn Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Sjá meira