Metfjöldi skemmtiferðaskipa í ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. júlí 2019 12:45 Queen Mary 2 kom til hafnar í Reykjavík í morgun. vísir/vilhelm Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 sem liggur við bryggju í Reykjavík er lengsta skip sem komið hefur til landsins. Skemmtiferðaskipum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2014. Á síðasta ári kom hálf milljón farþega með skipunum en í ár er áætluð töluverð aukning. Skemmtiferðaskipið Queen Mary 2 er 345 metrar að lengd og 149 þúsund brúttótonn. Skipið tekur 2691 farþega og þar er einnig 1292 manna áhöfn. Skipið er notað í reglulegar áætlunarsiglingar yfir Atlandshafið og á milli tveggja heimahafna sinna Southampton á England og New York í Bandaríkjunum. Siglingin tekur alls 22 sólahringa og leggur skipið á leið sinni að bryggju í Halifax, Corner Brook, Reykjavík og Liverpool. Þetta er mikið glæsiskip og var á sínum tíma stærsta farþegaskip heims. Í ár eru 184 skipakomur farþegaskip áætlaðar til faxaflóahafnar og er það metfjöldi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þróunina hafa verið upp á við frá árinu 2014. „Þetta hefur verið nokkuð stöðug þróun frá því árinu 2014, þá voru rúmlega 200 þúsund farþegar sem komu með skemmtiferðaskipum. Á síðasta ári voru þeir svo tæplega hálf milljón og útlit er fyrir að þetta verði svipað eða heldur meira á þessu ári,“ segir hann. Jóhannes segir það góða viðbót fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að fá skemmtiferðaskipin hingað. Koma þeirra sé þó ekki gallalausa. „Umferð skemmtiferðaskipa hefur fengið á sig ákveðna gagnrýni í ferðaþjónustu víða um heim. Þar sem að álag er mikið, sumir telja að þau skilji lítið eftir sig. Ég held að þetta sé samt umferð sem að við fögnum og verðum að horfa þá í hér innanlands hvernig við getum á bestan hátt skapað verðmæti og boðið þessum farþegum upp á vöruúrval og þjónustu sem þau hafa áhuga á að nýta,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir 345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
345 metra farþegaskip í Reykjavík Farþegaskipið RMS Queen Mary 2 er í þann mund að leggja að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. 19. júlí 2019 07:21