Ásta Guðrún lýsir samstarfinu við Birgittu: „Hinn frekasti fékk að ráða“ Andri Eysteinsson skrifar 19. júlí 2019 15:15 Ásta Guðrún Helgadóttir sat á þingi fyrir Pírata. fréttablaðið/ernir Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið erfitt. Raunar svo erfitt að hún segir tímabilið líklega verða það erfiðasta í hennar lífi. Ásta lýsir samskiptum sínum og Birgittu í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir viðtali Stundarinnar við Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmann Pírata, sem lýsti samskiptaháttum Birgittu með opinskáum hætti og sagði hana hafa beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Ásta segir gott að sjá aðra tala um málið, það sé staðfesting að þetta hafi ekki bara verið í hausnum á henni. „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða eftir að hafa lesið þetta viðtal, segir Ásta í færslunni og bætir við að frásögn Söru Elísu lýsi ágætlega því sem Ásta þurfti að „díla“ við í samstarfi hennar og Birgittu sem stóð yfir í tvö ár.Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, lýsti samstarfi sínu við Birgittu í viðtali á Stundinni.Vísir/VilhelmÓsætti innan raða Pírata hefur flogið hátt í umræðunni undanfarna daga eftir að þingmenn Pírata beittu sér fyrir því að Birgitta hlyti ekki sæti í trúnaðarráði flokksins. Þrír voru tilnefndir til setu í ráðinu en Birgitta var sú eina sem ekki hlaut meirihluta atkvæða og fékk því ekki sæti.Upptaka af fundinum, sem kallaður var átakafundur, birtist á Internetinu degi síðar og mátti þar heyra ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar. Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Um samstarfið við Birgittu segir Ásta: „ Deila og drottna, skapa sundrungu. Að ráða ríkjum í óreiðunni. Flatur strúktur á ekki að þýða neinn strúktur - en fyrir hana, þá þýddi flatur strúktur óreiða, að það væri hægt að færa mörkin endalaust til, að setja óraunverulegar kröfur á aðra. Aðrar reglur gilda um hana en aðra. Þessi óreiða bjó til einræðisherra þar sem hinn frekasti fékk að ráða, og þegar það var reynt að spyrna við því, þá fór allt í uppnám.“Undir þetta tekur Margrét Tryggvadóttir sem sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna á árunum 2009-2013 og sat þá í þingflokki með Birgittu. Margrét deilir líka viðtali Stundarinnar við Söru Elísu og segist kannast vel við það sem Sara hefur að segja.Fyrrverandi þingmenn ekki hlutlausir aðilar Ásta Guðrún segir í færslunni að hún eigi í góðum samskiptum við allflesta fyrrum samstarfsfélaga sína, bæði úr Pírataflokknum og af þingi. Hún sé enn í Pírötum og hafi unnið að þeirra málefnum í Evrópu og stutt við bakið á flokknum af bestu getu. Hún myndi þó ekki taka sæti í trúnaðarráði vegna skorts á hlutleysi. „En ég get sagt með vissu að ef ég hefði verið tilnefnd í trúnaðarráð þá hefði ég ekki þegið þá tilnefningu af þeirri einfaldri ástæðu að fyrrverandi þingmenn flokksins, sama hversu vel þeir eru liðnir, eru ekki hlutlausir aðilar og til þess fallnir að gegn slíkri trúnaðarstöðu. Það er það sem málið snýst um,“ segir Ásta Guðrún sem lýkur færslu sinni á því að segja það vera ákveðna viðurkenningu að sjá aðra deila sömu reynslu af samstarfinu innan Pírata. „Ég er enn að vinna mig úr þessu tímabili, sem held ég verði með erfiðustu árum lífs míns, enda erfitt að toppa. Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta samstarf er ákveðin viðurkenning á því sem ég upplifði. Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ skrifar Ásta Guðrún Helgadóttir fyrrverandi þingmaður Pírata. Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Píratinn Ásta Guðrún Helgadóttir, sem sat á þingi fyrir flokkinn 2015 til 2017, ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni og Birgittu Jónsdóttur, segir samstarf hennar og Birgittu Jónsdóttur hafa verið erfitt. Raunar svo erfitt að hún segir tímabilið líklega verða það erfiðasta í hennar lífi. Ásta lýsir samskiptum sínum og Birgittu í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún deilir viðtali Stundarinnar við Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmann Pírata, sem lýsti samskiptaháttum Birgittu með opinskáum hætti og sagði hana hafa beitt samstarfsfólk sitt andlegu ofbeldi. Ásta segir gott að sjá aðra tala um málið, það sé staðfesting að þetta hafi ekki bara verið í hausnum á henni. „Ég er með kökk í hálsinum af kvíða eftir að hafa lesið þetta viðtal, segir Ásta í færslunni og bætir við að frásögn Söru Elísu lýsi ágætlega því sem Ásta þurfti að „díla“ við í samstarfi hennar og Birgittu sem stóð yfir í tvö ár.Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, lýsti samstarfi sínu við Birgittu í viðtali á Stundinni.Vísir/VilhelmÓsætti innan raða Pírata hefur flogið hátt í umræðunni undanfarna daga eftir að þingmenn Pírata beittu sér fyrir því að Birgitta hlyti ekki sæti í trúnaðarráði flokksins. Þrír voru tilnefndir til setu í ráðinu en Birgitta var sú eina sem ekki hlaut meirihluta atkvæða og fékk því ekki sæti.Upptaka af fundinum, sem kallaður var átakafundur, birtist á Internetinu degi síðar og mátti þar heyra ræðu Helga Hrafns Gunnarssonar. Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Um samstarfið við Birgittu segir Ásta: „ Deila og drottna, skapa sundrungu. Að ráða ríkjum í óreiðunni. Flatur strúktur á ekki að þýða neinn strúktur - en fyrir hana, þá þýddi flatur strúktur óreiða, að það væri hægt að færa mörkin endalaust til, að setja óraunverulegar kröfur á aðra. Aðrar reglur gilda um hana en aðra. Þessi óreiða bjó til einræðisherra þar sem hinn frekasti fékk að ráða, og þegar það var reynt að spyrna við því, þá fór allt í uppnám.“Undir þetta tekur Margrét Tryggvadóttir sem sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna á árunum 2009-2013 og sat þá í þingflokki með Birgittu. Margrét deilir líka viðtali Stundarinnar við Söru Elísu og segist kannast vel við það sem Sara hefur að segja.Fyrrverandi þingmenn ekki hlutlausir aðilar Ásta Guðrún segir í færslunni að hún eigi í góðum samskiptum við allflesta fyrrum samstarfsfélaga sína, bæði úr Pírataflokknum og af þingi. Hún sé enn í Pírötum og hafi unnið að þeirra málefnum í Evrópu og stutt við bakið á flokknum af bestu getu. Hún myndi þó ekki taka sæti í trúnaðarráði vegna skorts á hlutleysi. „En ég get sagt með vissu að ef ég hefði verið tilnefnd í trúnaðarráð þá hefði ég ekki þegið þá tilnefningu af þeirri einfaldri ástæðu að fyrrverandi þingmenn flokksins, sama hversu vel þeir eru liðnir, eru ekki hlutlausir aðilar og til þess fallnir að gegn slíkri trúnaðarstöðu. Það er það sem málið snýst um,“ segir Ásta Guðrún sem lýkur færslu sinni á því að segja það vera ákveðna viðurkenningu að sjá aðra deila sömu reynslu af samstarfinu innan Pírata. „Ég er enn að vinna mig úr þessu tímabili, sem held ég verði með erfiðustu árum lífs míns, enda erfitt að toppa. Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta samstarf er ákveðin viðurkenning á því sem ég upplifði. Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ skrifar Ásta Guðrún Helgadóttir fyrrverandi þingmaður Pírata.
Píratar Tengdar fréttir Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. 16. júlí 2019 19:09
Helgi Hrafn um ræðuna: „Þetta var ömurlegt fyrir alla en ég myndi gera þetta aftur“ Helgi Hrafn segist ekki hafa beint orðum sínum að almenningi og hafi ekki verið að reyna að gera lítið úr Birgittu á fundinum. Honum hafi einfaldlega þótt mikilvægt að þetta kæmi fram fyrir atkvæðagreiðsluna. 17. júlí 2019 15:04
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent