Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júlí 2019 13:34 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, talar á ráðstefnu sinni um trúfrelsi. getty/Mark Wilson Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi. Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á „smánarbletti aldarinnar“ á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. Á ráðstefnu um trúfrelsi sem hann stóð fyrir í Washington fordæmdi Pompeo Kína vegna risavaxinna varðhaldsbúða í vesturhluta Xinjiang héraðsins, þar sem talið er að milljón uighur múslimum, Kasökum og öðrum minnihlutahópum er haldið í búðum. Yfirvöld í Kína segja búðirnar starfsþjálfunarbúðir og segja þær nauðsynlegar til að koma í veg fyrir trúarlegt ofstæki. Í Kína fara fram „verstu mannréttindabrot okkar tíma,“ sagði Pompeo sem hefur líka sakað Kína um að kúga önnur lönd til að sniðganga ráðstefnuna hans. Pompeo, sem er evangelísk-kristinn, hefur gert trúfrelsi að forgangsmáli síðan hann tók við sem utanríkisráðherra en gagnrýnendur Trump stjórnarinnar hafa dregið skuldbindingu hans við málsstaðinn í efa og hafa bent á að hamlandi stefna hennar í innflytjendamálum komi niður á trúarlegum minnihlutahópum. Ráðstefnan er haldin aðeins dögum eftir að Alþjóðlega björgunarnefndin, IRC, og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna vöruðu við því að snögg fækkun fjölda innflytjenda og hælisleitenda sem tekið sé við settu marga trúarlega minnihlutahópa í hættulegar aðstæður. Í skýrslu sem var birt kvöldið áður en ráðstefnan byrjaði segir IRC að það sem af er komið ári hafi ríkisstjórnin tekið við 97% færri kristnum Írönum, 96% færri kristnum Írökum, 97% færri írökskum og sýrlenskum Jesídum og 77% færri Róhingja múslimum frá Mjanmar miðað við síðasta starfsár Obama ríkisstjórnarinnar. „Trump stjórnin getur ekki hvatt restina af heiminum til að sýna umburðarlyndi gagnvart trúarlegum minnihlutahópum þegar hún sjálf dregur úr vernd sinni fyrir þessa sömu hópa,“ sagði Nazanin Ash, varaforseti alþjóðlegrar stefnu og baráttu IRC. Trump stjórnin hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið harðar á þróun trúmála í Kína með því að setja á viðskiptaþvinganir. Sumir telja að ríkisstjórnin hafi ekki tekið það skref vegna hræðslu við að það myndi skemma viðskiptaviðræður við Kína. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sagði á sömu ráðstefnu að viðræðurnar myndu ekki hafa neikvæð áhrif á áherslu Bandaríkjanna á trúfrelsi.
Bandaríkin Flóttamenn Kína Tengdar fréttir Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01 Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49 Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Saka Kínverja um að halda minnst milljón múslimum í fangabúðum Kínversk stjórnvöld vísa ásökununum á bug og segja stofnanirnar eiga meira skylt við heimavistarskóla. 4. maí 2019 12:01
Ætla að jafna nýreista mosku við jörðu Hundruð múslima í vesturhluta Kína hafa safnast saman fyrir framan mosku eina, sem stjórnvöld héraðsins vilja ólm rífa niður. 10. ágúst 2018 10:49
Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pyntingar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum. 1. september 2018 08:00