Skatan kemur með jólin inn á heimilið Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Ásdís Arna Gottskálksdóttir hefur mikla ánægju af jólunum. SIGTRYGGUR ARI Ásdís Arna Gottskálksdóttir byrjar snemma að undirbúa jólin því vikurnar fyrir hátíðarnar sinnir hún góðgerðarstarfi í þágu langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Hún vill halda jólin í stresslausu umhverfi og njóta. Mér finnst aðventan yndisleg og vil njóta hennar með fjölskyldu og vinum. Við borðum saman góðan mat og förum á jólatónleika. Yfirleitt er ég búin að kaupa allar jólagjafir og skrifa jólakort í nóvember því í desember vil ég hafa nógan tíma til að vinna fyrir Bumbuloní," segir Ásdís Arna, framkvæmdastjóri hjá Five Degrees. Bumbuloní er góðgerðarfélag sem hún stofnaði til minningar um son sinn, Björgvin Arnar, sem lést langt um aldur fram árið 2013, þá sex ára gamall. Allur ágóði af sölu á jólakortum og öðrum varningi rennur beint til fjölskyldna langveikra barna. Í fyrra styrkti góðgerðarfélagið tólf fjölskyldur og í ár er markmiðið að styrkja að minnsta kosti jafnmargar fjölskyldur.Jólin voru oft erfið„Björgvin minn var mikið jólabarn en oft voru jólin erfið og vegna veikinda hans var erfitt að halda uppi hefðbundnu jólahaldi. Ég er svo lánsöm að eiga tvö ung börn og tvö stjúpbörn, sem öll eru mikil jólabörn. Mig langar til að þau alist upp við skemmtilegar jólahefðir, sem þau taka svo með sér út í lífið. Það er fremur nýtt fyrir mér að líta á jólin sem hamingjutíma en núna nýt ég þeirra í botn,“ segir Ásdís, sem er gift Ægi Finnbogasyni matreiðslumeistara. Hún segir ekki síst Ægi að þakka hversu mikið jólabarn hún sjálf sé orðin. „Hann er frá Bolungarvík og er alinn upp í sterkum jólahefðum. Við borðum vestfirska skötu á Þorláksmessu sem tengdapabbi verkar sjálfur. Ég var ekki vön skötu en var alveg til í að smakka hana og finnst hún dásamleg. Mér finnst jólin koma með skötuveislunni með stórfjölskyldunni. Á aðfangadag eru rjúpur og á jóladag er hreindýrasteik með öllu tilheyrandi í matinn. Svo erum við með dásamlega góðan, heimalagaðan ís í eftirmat,“ segir Ásdís með bros á vör. Þegar hún er spurð hvað henni finnist skemmtilegast að gera fyrir jólin segir Ásdís að litlu hlutirnir gefi sér mikið. „Mér finnst best að vera í stresslausu umhverfi og njóta stundarinnar, t.d. spila tónlist og dúllast heima. Það gefur mér líka mikið að vinna fyrir Bumbuloní og minnast sonar míns. Það má því segja að aðventan hjá okkur snúist um fjölskylduna, vini og ríkar matarhefðir,“ segir Ásdís Arna að lokum.Glæsilegur réttur. Saltkaramellu súkkulaði hindberjaís að hætti Ásdísar Örnu.Saltkaramellu súkkulaði hindberjaísfyrir 6½ l rjómi 8 eggjarauður 1 bolli púðursykur Fræ úr einni vanillustöng 150 g saltkaramellu rjómasúkkulaði, saxað 100 g hindber, skorin í helminga Þeytið rjómann. Þeytið eggjarauður, púðursykur og vanillufræ vel saman svo blandan verði létt og ljós. Blandið rjómanum varlega saman við. Setjið saxað saltkaramellusúkkulaðið rólega út í og hrærið varlega saman. Bætið hindberjum út í blönduna. Setjið allt saman í form, setjið plastfilmu yfir og pakkið vel inn og setjið í frysti. Takið ísinn úr frysti 15 mínútum áður en hann er borinn fram.Balsamico hindberjasósa2 msk. balsamico Modena 6 hindber Vanillubelgur Setjið allt saman í pott, hleypið suðunni upp og stappið berin saman við. Takið vanillubelginn frá, kælið sósuna og berið fram með ísnum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól
Ásdís Arna Gottskálksdóttir byrjar snemma að undirbúa jólin því vikurnar fyrir hátíðarnar sinnir hún góðgerðarstarfi í þágu langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Hún vill halda jólin í stresslausu umhverfi og njóta. Mér finnst aðventan yndisleg og vil njóta hennar með fjölskyldu og vinum. Við borðum saman góðan mat og förum á jólatónleika. Yfirleitt er ég búin að kaupa allar jólagjafir og skrifa jólakort í nóvember því í desember vil ég hafa nógan tíma til að vinna fyrir Bumbuloní," segir Ásdís Arna, framkvæmdastjóri hjá Five Degrees. Bumbuloní er góðgerðarfélag sem hún stofnaði til minningar um son sinn, Björgvin Arnar, sem lést langt um aldur fram árið 2013, þá sex ára gamall. Allur ágóði af sölu á jólakortum og öðrum varningi rennur beint til fjölskyldna langveikra barna. Í fyrra styrkti góðgerðarfélagið tólf fjölskyldur og í ár er markmiðið að styrkja að minnsta kosti jafnmargar fjölskyldur.Jólin voru oft erfið„Björgvin minn var mikið jólabarn en oft voru jólin erfið og vegna veikinda hans var erfitt að halda uppi hefðbundnu jólahaldi. Ég er svo lánsöm að eiga tvö ung börn og tvö stjúpbörn, sem öll eru mikil jólabörn. Mig langar til að þau alist upp við skemmtilegar jólahefðir, sem þau taka svo með sér út í lífið. Það er fremur nýtt fyrir mér að líta á jólin sem hamingjutíma en núna nýt ég þeirra í botn,“ segir Ásdís, sem er gift Ægi Finnbogasyni matreiðslumeistara. Hún segir ekki síst Ægi að þakka hversu mikið jólabarn hún sjálf sé orðin. „Hann er frá Bolungarvík og er alinn upp í sterkum jólahefðum. Við borðum vestfirska skötu á Þorláksmessu sem tengdapabbi verkar sjálfur. Ég var ekki vön skötu en var alveg til í að smakka hana og finnst hún dásamleg. Mér finnst jólin koma með skötuveislunni með stórfjölskyldunni. Á aðfangadag eru rjúpur og á jóladag er hreindýrasteik með öllu tilheyrandi í matinn. Svo erum við með dásamlega góðan, heimalagaðan ís í eftirmat,“ segir Ásdís með bros á vör. Þegar hún er spurð hvað henni finnist skemmtilegast að gera fyrir jólin segir Ásdís að litlu hlutirnir gefi sér mikið. „Mér finnst best að vera í stresslausu umhverfi og njóta stundarinnar, t.d. spila tónlist og dúllast heima. Það gefur mér líka mikið að vinna fyrir Bumbuloní og minnast sonar míns. Það má því segja að aðventan hjá okkur snúist um fjölskylduna, vini og ríkar matarhefðir,“ segir Ásdís Arna að lokum.Glæsilegur réttur. Saltkaramellu súkkulaði hindberjaís að hætti Ásdísar Örnu.Saltkaramellu súkkulaði hindberjaísfyrir 6½ l rjómi 8 eggjarauður 1 bolli púðursykur Fræ úr einni vanillustöng 150 g saltkaramellu rjómasúkkulaði, saxað 100 g hindber, skorin í helminga Þeytið rjómann. Þeytið eggjarauður, púðursykur og vanillufræ vel saman svo blandan verði létt og ljós. Blandið rjómanum varlega saman við. Setjið saxað saltkaramellusúkkulaðið rólega út í og hrærið varlega saman. Bætið hindberjum út í blönduna. Setjið allt saman í form, setjið plastfilmu yfir og pakkið vel inn og setjið í frysti. Takið ísinn úr frysti 15 mínútum áður en hann er borinn fram.Balsamico hindberjasósa2 msk. balsamico Modena 6 hindber Vanillubelgur Setjið allt saman í pott, hleypið suðunni upp og stappið berin saman við. Takið vanillubelginn frá, kælið sósuna og berið fram með ísnum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól