Viðskipti innlent

Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins.
María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm
Hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag PLAY hefur ákveðið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu frá flugfélaginu.

„Þar sem við erum sprotafyrirtæki geta hlutirnir stundum tekið örlítið lengri tíma en áætlað er, þar sem við þurfum að klára mörg verkefni,“ segir í tilkynningunni sem birtist á Facebook-síðu félagsins.

Þar segir jafnframt að upprunalega hafi verið áætlað að selja fyrstu miða í nóvember, sem nú er að renna sitt skeið, en því miður verði einhver bið fetir fyrstu PLAY-miðunum.

Í tilkynningunni kemur ekki fram hvenær áætlað sé að fyrstu miðar fari í sölu.

„Engar áhyggjur, við vinnum hörðum höndum að því að hefja sölu og getum ekki beðið eftir því að deila áformum okkar með ykkur,“ segir í tilkynningunni þar sem tilvonandi viðskiptavinum PLAY er þökkuð þolinmæðin.

Flugfélagið var kynnt á blaðamannafundi fyrr í þessum mánuði og verður í fyrstu smátt í sniðum. Í vetur verður flogið til sex áfangastaða í Evrópu á tveimur leigðum Airbus-vélum. Gert er ráð fyrir því að flotinn verði tíu vélar innan þriggja ára.




Tengdar fréttir

WAB air verður Play

Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín.

Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu

Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×