Fósturmissir Teitur Guðmundsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Það að konur verði ófrískar og ali börn í samböndum sínum er hluti af lífinu og eðlilegur gangur finnst fólki flestu. Við fögnum þegar fréttir berast af því að kona sé þunguð og tilkynnt er um tilvonandi barneign alla jafna. Nýtt líf og upphaf er spennandi og því fylgja miklar breytingar á umhverfi foreldra, en ekki síður fjölskyldum þeirra sem taka iðulega virkan þátt í ferlinu og síðar uppeldi barnanna. Tilhlökkunin er mikil og væntingarnar sömuleiðis. Það er því mikið áfall ef kona missir fóstur og því fylgir rússíbani tilfinninga allra þeirra sem hlut eiga að máli. Það skiptir vissulega máli undir hvaða kringumstæðum slíkt gerist og hvort undanfari hafi verið á slíku eða það gerist brátt. Þá ber einnig að huga að því á hvaða hluta meðgöngunnar konan er, en eitt er víst að það skilur eftir sig spor. Meðgangan frá þungun til fæðingar er tiltölulega langt ferli eða um 40 vikur og á þessum tíma verða miklar breytingar á fóstrinu sjálfu og auðvitað líkama hinnar þunguðu. Við tölum almennt í læknisfræði um hluta meðgöngu sem er skipt í 12 vikur eða trimester. Á fyrstu 12 vikum er iðulega mesta óöryggið um það hvort þungun gangi eftir og síðari hlutar meðgöngu taldir öruggari, ef svo má segja. Fósturlát er líklega algengara en fólk gerir sér grein fyrir, en talað er um snemmbúin fósturlát sem eru á fyrstu 12 vikum og síðbúin sem eru á vikum 12-22. Eftir 22. viku er talað um andvana fæðingu. Tölur eru eitthvað á reiki um tíðni fósturláta en talið er að allt að 15 til 20% þungana endi í fósturláti sem þýðir að það eru mörg hundruð konur á hverju ári sem missa fóstur og sumar oftar en einu sinni. Ástæðurnar er fjölmargar eins og gefur að skilja; fósturgallar, breytingar í fylgjuvef, sjúkdómar móður og svo framvegis. En í mörgum tilvikum vitum við ekki hvers vegna, og það getur skapað mikla vanlíðan og óvissu fyrir þá konu. Það er því mikilvægt að uppfræða um áhættuþætti sem geta ýtt undir fósturmissi líkt og aldur, lífsstílsþætti og aðra slíka en ekki síður að uppfræða um algengi þessa og að í fæstum tilvikum sé um að ræða eitthvað sem gerðist á meðgöngunni sjálfri sem veldur. Þannig eru minni líkur á sjálfsásökunum og vanlíðan viðkomandi sem aftur getur haft áhrif á frjósemi og vilja þeirra til að reyna að nýju. Að eignast barn er nefnilega ekki sjálfsagður hlutur, það er mikil gjöf og blessun fyrir flesta. Sem betur fer gengur alla jafna vel og mæðravernd og eftirfylgni ljósmæðra með þunguðum konum og skipulögð nálgun á áhættuþætti þeirra þar hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis. Opin umræða um fósturmissi og sorgarferli það sem honum fylgir er mjög nauðsynleg og mikilvægt að átta sig á því að viðbrögð eru mjög einstaklingsbundin sem og að þau tengjast í engu meðgöngulengd viðkomandi.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar