Forsætisráðherra Nepal, Sharma Oli, lýsti yfir samúð með aðstandendum hinna látnu og sendi herafla til svæðanna til að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda. Talið er að um 400 hafi slasast á meðan að veðrið gekk yfir með flóðum og tilheyrandi.
Lögreglan í Parsa-héraði telur að fjöldi hinna látnu geti aukist á næstu dögum þegar frekari upplýsingar berast frá strjálbýlli svæðum. Héruðin Bara og Parsa eru meðal landamærahéraða Nepal við Indland.