Huckabee Sanders yfirgefur Hvíta húsið Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2019 20:45 Í tíð Huckabee Sanders voru daglegir blaðamannafundir í Hvíta húsinu, sem áður var hefð, svo gott sem aflagðir. Vísir/EPA Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á Twitter í kvöld. Huckabee Sanders er sögð ætla að flytja aftur í heimahagana í Arkansas og hvetur forsetinn hana til að bjóða sig fram til ríkisstjóra þar.New York Times segir að Huckabee Sanders hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum um að hún væri á förum um klukkustund áður en forsetinn tísti um brotthvarf hennar. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hennar. Ólíklegt er að blaða- og fréttamenn í Washington-borg eigi eftir að sakna Huckabee Sanders. Í tíð hennar voru daglegir fréttamannafundir lagðir af í Hvíta húsinu og hún var ítrekað sökuð um að fara með ósannindi fyrir forsetann. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að Huckabee Sanders hélt formlegan blaðamannafund í Hvíta húsinu. Í tísti sínu lýsti Trump fráfarandi blaðafulltrúanum sem „yndislegri“ og „sérstakri manneskju með magnaða hæfileika“. Sagðist hann vonast til þess að hún byði sig fram til ríkisstjóra Arkansas. Huckabee Sanders er dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas.After 3 1/2 years, our wonderful Sarah Huckabee Sanders will be leaving the White House at the end of the month and going home to the Great State of Arkansas.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019....She is a very special person with extraordinary talents, who has done an incredible job! I hope she decides to run for Governor of Arkansas - she would be fantastic. Sarah, thank you for a job well done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019Í tísti sem Huckabee Sanders sendi frá sér í kvöld segist hún unna forsetanum og starfinu. Hún telji sig hafa notið blessunar að Trump hafi gefið henni tækifæri til að vinna fyrir hann og hún sé stolt af því sem hann hafi gert. „Mikilvægasta starfið sem ég mun nokkurn tímann hafa er að vera móðir barnanna minna og það er kominn tími fyrir okkur að snúa heim. Þakka þér, herra forseti!“ tísti hún.I am blessed and forever grateful to @realDonaldTrump for the opportunity to serve and proud of everything he's accomplished. I love the President and my job. The most important job I'll ever have is being a mom to my kids and it's time for us to go home. Thank you Mr. President! https://t.co/wHNnq06AMg— Sarah Sanders (@PressSec) June 13, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lætur af störfum í lok þessa mánaðar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta á Twitter í kvöld. Huckabee Sanders er sögð ætla að flytja aftur í heimahagana í Arkansas og hvetur forsetinn hana til að bjóða sig fram til ríkisstjóra þar.New York Times segir að Huckabee Sanders hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum um að hún væri á förum um klukkustund áður en forsetinn tísti um brotthvarf hennar. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann hennar. Ólíklegt er að blaða- og fréttamenn í Washington-borg eigi eftir að sakna Huckabee Sanders. Í tíð hennar voru daglegir fréttamannafundir lagðir af í Hvíta húsinu og hún var ítrekað sökuð um að fara með ósannindi fyrir forsetann. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að Huckabee Sanders hélt formlegan blaðamannafund í Hvíta húsinu. Í tísti sínu lýsti Trump fráfarandi blaðafulltrúanum sem „yndislegri“ og „sérstakri manneskju með magnaða hæfileika“. Sagðist hann vonast til þess að hún byði sig fram til ríkisstjóra Arkansas. Huckabee Sanders er dóttir Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra Arkansas.After 3 1/2 years, our wonderful Sarah Huckabee Sanders will be leaving the White House at the end of the month and going home to the Great State of Arkansas.... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019....She is a very special person with extraordinary talents, who has done an incredible job! I hope she decides to run for Governor of Arkansas - she would be fantastic. Sarah, thank you for a job well done! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2019Í tísti sem Huckabee Sanders sendi frá sér í kvöld segist hún unna forsetanum og starfinu. Hún telji sig hafa notið blessunar að Trump hafi gefið henni tækifæri til að vinna fyrir hann og hún sé stolt af því sem hann hafi gert. „Mikilvægasta starfið sem ég mun nokkurn tímann hafa er að vera móðir barnanna minna og það er kominn tími fyrir okkur að snúa heim. Þakka þér, herra forseti!“ tísti hún.I am blessed and forever grateful to @realDonaldTrump for the opportunity to serve and proud of everything he's accomplished. I love the President and my job. The most important job I'll ever have is being a mom to my kids and it's time for us to go home. Thank you Mr. President! https://t.co/wHNnq06AMg— Sarah Sanders (@PressSec) June 13, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Blaðafulltrúi Hvíta hússins laug um Comey Sarah Huckabee Sanders viðurkenndi að fullyrðingar hennar um að fyrrverandi forstjóri FBI hafi misst traust starfsmanna sinna hafi verið úr lausu lofti gripnar. 18. apríl 2019 22:15