Jólaboðið 1977 Davíð Stefánsson skrifar 13. júní 2019 07:00 Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ein af stærri fréttum síðustu viku var skráning Marel í kauphöllinni í Amsterdam. Undir forystu stjórnenda með skýra sýn og með stuðningi fjárfesta er hátæknifyrirtækið orðið leiðandi á alþjóðavísu í matvælaiðnaði. Hjá félaginu starfa sex þúsund manns í 30 löndum við að þjónusta viðskiptamenn í 180 ríkjum. Markaðsvirði fyrirtækisins er um 420 milljarðar króna. Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum. Ástæða er til að minna á rætur Marel í íslensku vísindasamfélagi. Saga Marel sýnir mikilvægi vísinda og háskóla í framþróun atvinnulífsins. Hún undirstrikar nauðsyn þess að við hlúum vel að nýsköpun og sprotafyrirtækjum. Þar er að finna hreyfiafl nýrra framleiðsluhátta með uppbroti ríkjandi hugmynda og sífelldri sköpun og endurmati. Það krefst þolinmæði og skilnings á því að margar hugmyndir munu ekki ganga upp. En þær fáu sem að endingu ganga upp verða forsenda aukinnar hagsældar. Með þetta í huga er ástæða til bjartsýni þegar horft er til þeirra mörgu sprota- og hátæknifyrirtækja sem starfa hér á landi. Ef við Íslendingar viljum viðhalda óbreyttum lífsgæðum verðum við að auka útflutningsverðmæti okkar um milljarð á viku næstu tuttugu árin. Það verður einungis gert með því að skapa athafnalífi umhverfi vaxtar og samkeppnishæfni. Þá þarf hófsemi í umfangi og afskiptum ríkisins, en einnig meiri stuðning við frumkvöðla, sterkt vísindasamfélag og öfluga háskóla. Ísland býr sem betur fer við opna markaði. Forskot á aðra kemur með fjölþjóðlegu hugviti og samvinnu. Sú umgjörð sem við búum atvinnulífinu í harðri alþjóðasamkeppni skiptir því öllu máli. Þar hallar verulega á íslensk fyrirtæki vegna óstöðugleika þess örgjaldmiðils sem krónan er. Rekstrarforsendur breytast sífellt við það að krónan styrkist eða veikist. Samkeppnishæfni til lengri tíma veikist. Á sameiginlegum markaði Evrópu skiptir miklu að hafa tekjur og gjöld í sama gjaldmiðli. Miðað við það óhagræði sem er af krónunni er merkilegt að sjá hvað atvinnulífið og samfélagið hefur þó spjarað sig. Það var fróðlegt að hlusta á Árna Odd Þórðarson, forstjóra Marel, á síðasta Iðnþingi. Þar spurði hann hvernig í ósköpunum lítil íslensk iðnfyrirtæki gætu starfað í núverandi vaxtaumhverfi. Marel fjármagnaði sig á 1-2% vöxtum. Smærri iðnfyrirtæki á Íslandi eru í samkeppni við þetta vaxtastig. Að auki þurfi íslensk fyrirtæki að greiða hærri laun vegna hárra vaxta hér á landi til að fólk sé jafnsett öðrum í Evrópu. Slíkt gengur varla til lengdar. Leggjum við hlustir í jólaboðum framtíðarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun