Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 11:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30