Túttur; olía á striga Sif Sigmarsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á mörgum í áhorfendasalnum. Hollywood stjarnan Cate Blanchett sem fer með aðalhlutverk í sýningunni sagði í viðtali við The Guardian að hún liti svo á að „leikhús ætti að ögra“.Auðir veggir Fyrir nokkrum árum flakkaði ég milli listagallería Chelsea hverfis í New York í hópi góðra vina. Við flissuðum að fáránleika sumra verkanna og skeggræddum önnur milli þess sem við litum á klukkuna og biðum eftir að „cocktail hour“ hæfist. Í einu galleríanna blöstu við okkur auðir veggir. Þegar betur var að gáð kom í ljós að veggirnir voru ekki auðir. Þeir voru þaktir sæði karlmanna. Listamaðurinn Andreas Slominski hafði auglýst eftir körlum á Craigslist sem voru reiðubúnir – reðurbúnir – til að mæta í galleríið og láta af hendi rakna framlag til verksins. Ekki var talað um annað yfir kokteilunum.Ritskoðun, púritanismi og tepruskapur Nýverið voru nektarmyndir eftir Gunnlaug Blöndal fjarlægðar af veggjum Seðlabanka Íslands. Málverkin af barmgóðum módelum höfðu farið fyrir brjóstið á starfsmönnum. Athæfið vakti hörð viðbrögð listunnenda sem sögðu það jafnast á við að brenna bækur. Bandalag íslenskra listamanna kallaði ákvörðun Seðlabankans ritskoðun, púritanisma og tepruskap. Ég verð að viðurkenna að ég var ein þeirra sem stóðu á öndinni af vandlætingu eftir fyrstu fréttir af ákvörðun Seðlabankans. Hvílíkur plebbaháttur! En þegar ég staldraði við og hugsaði málið blasti við mér ískaldur mergurinn málsins. Mér að óvörum var hann ekki: Túttur; olía á striga. Kjarnann fann ég þegar ég leit í eigin barm og sá þar hornstein skoðunar minnar á stóra málverkahneykslinu: Minn eigin andlausa menningarhroka.Júllur annarra kvenna Fyrir ári bárust fréttir af því að Síldarvinnslan hefði bannað starfsmönnum að hengja upp dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í viðtali að mikilvægt væri að bregðast við karllægu vinnuumhverfi í sjávarútvegi og hann vildi „að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel“. Framtakið mæltist vel fyrir. Ekki var minnst einu orði á bókabrennur og púritanisma. Þeir sem sjá djúpstæðan mun á því að skreyta veggi vinnustaðar með annars vegar fáklæddum konum sem flatmaga munúðarfullar, berar að ofan, í töfraveröld úr olíu á striga þar sem lögmál fagurfræðinnar trompa lögmál náttúrunnar og ekki einu sinni þyngdaraflið bítur á bústna barma og hins vegar fáklæddum konum í dagatali þar sem sílikon heldur brjóstunum stinnum eru blindaðir af snobbi. Brjóst eru brjóst. Ef við ákveðum sem samfélag að þegar kona gengur á fund yfirmanns síns – hvort sem það er í Seðlabankanum eða Síldarvinnslunni – með aldalanga hlutgervingu kvenkynsins á bakinu að henni sé hlíft við því að hafa júllur annarra kvenna í smettinu á meðan hún reynir að sýna fram á að hún er meira en bara brjóst er enginn munur á Gunnlaugi Blöndal og Playboy dagatali. Að halda því fram að það sé staður og stund fyrir list er ekki ritskoðun. Fáir teldu það heilagan rétt leikhópsins sem stendur að klámfengnu leiksýningunni í Breska þjóðleikhúsinu sem varð til þess að leið yfir eldri konu að ryðjast inn á elliheimilið Grund og herma eftir kynlífi uns liði yfir alla vistmenn. Ef Breska þjóðleikhúsinu væri hins vegar bannað að setja upp umrætt leikverk vegna innihalds þess væri sannarlega um ritskoðun að ræða. Ef Andreas Slominski mætti í Kringluna með hóp karlmanna sem tæki að skreyta veggina með brundi er ólíklegt að sú krafa heyrðist að gestir og gangandi yrðu einfaldlega að umbera verknaðinn í nafni listræns frelsis. Líklegra er að hringt yrði á lögregluna. Sæðið tæki sig þó vafalaust ágætlega út á veggjum Gallerí Foldar. Þar væri hverjum sem er frjálst að fjárfesta í verkinu, fara með það heim og smella því á stofuvegginn við hliðina á Gunnlaugi Blöndal eða Playboy dagatali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Sjá meira
Öldruð kona féll í yfirlið á forsýningu nýs leikrits í Breska þjóðleikhúsinu í síðustu viku. Grófar kynlífssenur og ofbeldi í verkinu fóru fyrir brjóstið á mörgum í áhorfendasalnum. Hollywood stjarnan Cate Blanchett sem fer með aðalhlutverk í sýningunni sagði í viðtali við The Guardian að hún liti svo á að „leikhús ætti að ögra“.Auðir veggir Fyrir nokkrum árum flakkaði ég milli listagallería Chelsea hverfis í New York í hópi góðra vina. Við flissuðum að fáránleika sumra verkanna og skeggræddum önnur milli þess sem við litum á klukkuna og biðum eftir að „cocktail hour“ hæfist. Í einu galleríanna blöstu við okkur auðir veggir. Þegar betur var að gáð kom í ljós að veggirnir voru ekki auðir. Þeir voru þaktir sæði karlmanna. Listamaðurinn Andreas Slominski hafði auglýst eftir körlum á Craigslist sem voru reiðubúnir – reðurbúnir – til að mæta í galleríið og láta af hendi rakna framlag til verksins. Ekki var talað um annað yfir kokteilunum.Ritskoðun, púritanismi og tepruskapur Nýverið voru nektarmyndir eftir Gunnlaug Blöndal fjarlægðar af veggjum Seðlabanka Íslands. Málverkin af barmgóðum módelum höfðu farið fyrir brjóstið á starfsmönnum. Athæfið vakti hörð viðbrögð listunnenda sem sögðu það jafnast á við að brenna bækur. Bandalag íslenskra listamanna kallaði ákvörðun Seðlabankans ritskoðun, púritanisma og tepruskap. Ég verð að viðurkenna að ég var ein þeirra sem stóðu á öndinni af vandlætingu eftir fyrstu fréttir af ákvörðun Seðlabankans. Hvílíkur plebbaháttur! En þegar ég staldraði við og hugsaði málið blasti við mér ískaldur mergurinn málsins. Mér að óvörum var hann ekki: Túttur; olía á striga. Kjarnann fann ég þegar ég leit í eigin barm og sá þar hornstein skoðunar minnar á stóra málverkahneykslinu: Minn eigin andlausa menningarhroka.Júllur annarra kvenna Fyrir ári bárust fréttir af því að Síldarvinnslan hefði bannað starfsmönnum að hengja upp dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði í viðtali að mikilvægt væri að bregðast við karllægu vinnuumhverfi í sjávarútvegi og hann vildi „að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel“. Framtakið mæltist vel fyrir. Ekki var minnst einu orði á bókabrennur og púritanisma. Þeir sem sjá djúpstæðan mun á því að skreyta veggi vinnustaðar með annars vegar fáklæddum konum sem flatmaga munúðarfullar, berar að ofan, í töfraveröld úr olíu á striga þar sem lögmál fagurfræðinnar trompa lögmál náttúrunnar og ekki einu sinni þyngdaraflið bítur á bústna barma og hins vegar fáklæddum konum í dagatali þar sem sílikon heldur brjóstunum stinnum eru blindaðir af snobbi. Brjóst eru brjóst. Ef við ákveðum sem samfélag að þegar kona gengur á fund yfirmanns síns – hvort sem það er í Seðlabankanum eða Síldarvinnslunni – með aldalanga hlutgervingu kvenkynsins á bakinu að henni sé hlíft við því að hafa júllur annarra kvenna í smettinu á meðan hún reynir að sýna fram á að hún er meira en bara brjóst er enginn munur á Gunnlaugi Blöndal og Playboy dagatali. Að halda því fram að það sé staður og stund fyrir list er ekki ritskoðun. Fáir teldu það heilagan rétt leikhópsins sem stendur að klámfengnu leiksýningunni í Breska þjóðleikhúsinu sem varð til þess að leið yfir eldri konu að ryðjast inn á elliheimilið Grund og herma eftir kynlífi uns liði yfir alla vistmenn. Ef Breska þjóðleikhúsinu væri hins vegar bannað að setja upp umrætt leikverk vegna innihalds þess væri sannarlega um ritskoðun að ræða. Ef Andreas Slominski mætti í Kringluna með hóp karlmanna sem tæki að skreyta veggina með brundi er ólíklegt að sú krafa heyrðist að gestir og gangandi yrðu einfaldlega að umbera verknaðinn í nafni listræns frelsis. Líklegra er að hringt yrði á lögregluna. Sæðið tæki sig þó vafalaust ágætlega út á veggjum Gallerí Foldar. Þar væri hverjum sem er frjálst að fjárfesta í verkinu, fara með það heim og smella því á stofuvegginn við hliðina á Gunnlaugi Blöndal eða Playboy dagatali.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun