Siðanefndin Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 26. janúar 2019 08:00 Sjaldgæft er að nefndarstarf fangi athygli almennings. Á þessu eru þó undantekningar, siðanefnd Alþingis er lent í hringiðu umræðunnar, áður en hún hefur tekið til starfa. Reyndar er vandræðagangur Alþingis við að koma málum til siðanefndarinnar algert bíó, hef kveikt á Alþingisrásinni, kók og popp með. En hvert er hlutverk og tilgangur siðanefndarinnar? Hún hefur ekkert vald til að gera eitt eða neitt, eina sem hún á að gera er að taka afstöðu til þess hvort þingmenn hagi sér siðlega. En fyrir hvern er sú niðurstaða fengin? Er það virkilega svo að kjósendur þurfi sérstaka fræðinganefnd til að finna út úr því hvort t.d. siðlaust fyllirísraus þingmanna á bar sé siðlaust eða ekki? Ég held að almenningur sé fullfær um að leggja mat á siðferði þingmanna og láta skoðun sína í ljós í kosningum. Þetta er hluti af því sem í daglegu tali er kallað lýðræði og það þarf enga nefnd á vegum Alþingis til að útskýra siðferði fyrir almenningi. Siðferði sérfræðinganna er hvorki dýpra né merkilegra en siðferðisvitund almennings. En það verður samt spennandi að fylgjast með störfum siðanefndarinnar. Mun hún t.d. komast að þeirri niðurstöðu að almennt séð hafi Klausturstalið verið ósiðlegt eða mun nefndin fara yfir einstök ummæli og meta þau sérstaklega? Þetta skiptir máli því nú liggur fyrir krafa um að siðanefndin taki á því hvort þingmenn Pírata megi þjófkenna aðra þingmenn, má segja þjófur? Kannski birtir nefndin lista yfir þau orð sem þingmenn mega ekki nota hverjir um aðra á opinberum vettvangi. Það yrði áhugavert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að nefndarstarf fangi athygli almennings. Á þessu eru þó undantekningar, siðanefnd Alþingis er lent í hringiðu umræðunnar, áður en hún hefur tekið til starfa. Reyndar er vandræðagangur Alþingis við að koma málum til siðanefndarinnar algert bíó, hef kveikt á Alþingisrásinni, kók og popp með. En hvert er hlutverk og tilgangur siðanefndarinnar? Hún hefur ekkert vald til að gera eitt eða neitt, eina sem hún á að gera er að taka afstöðu til þess hvort þingmenn hagi sér siðlega. En fyrir hvern er sú niðurstaða fengin? Er það virkilega svo að kjósendur þurfi sérstaka fræðinganefnd til að finna út úr því hvort t.d. siðlaust fyllirísraus þingmanna á bar sé siðlaust eða ekki? Ég held að almenningur sé fullfær um að leggja mat á siðferði þingmanna og láta skoðun sína í ljós í kosningum. Þetta er hluti af því sem í daglegu tali er kallað lýðræði og það þarf enga nefnd á vegum Alþingis til að útskýra siðferði fyrir almenningi. Siðferði sérfræðinganna er hvorki dýpra né merkilegra en siðferðisvitund almennings. En það verður samt spennandi að fylgjast með störfum siðanefndarinnar. Mun hún t.d. komast að þeirri niðurstöðu að almennt séð hafi Klausturstalið verið ósiðlegt eða mun nefndin fara yfir einstök ummæli og meta þau sérstaklega? Þetta skiptir máli því nú liggur fyrir krafa um að siðanefndin taki á því hvort þingmenn Pírata megi þjófkenna aðra þingmenn, má segja þjófur? Kannski birtir nefndin lista yfir þau orð sem þingmenn mega ekki nota hverjir um aðra á opinberum vettvangi. Það yrði áhugavert.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar