Leitar að ungri frænku sinni meðal fjölskyldna ISIS-liða Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2019 16:30 Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. EPA/MURTAJA LATEEF Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Fjölskylda barnsins Jönu, taldi að faðir hennar væri að fara með hana í frí til fjölskyldu hans Marokkó. Þess í stað tók hann barnið til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið. Fjölskyldan hefur ekki séð Jönu síðan en Tarbouni vonast til þess að geta borið kennsl á hana vegna fæðingarbletts á læri hennar. Hann fór frá Frakklandi til Sýrlands með því markmiði að finna stúlkuna og biðlar til yfirvalda Frakklands um að hjálpa sér.AFP fréttaveitan hefur eftir Tarbouni að síðast hafi sést til Jönu í Sýrlandi í janúar. Nánar tiltekið í þorpi nærri Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis Íslamska ríkisins, en þorpið er nú rústir einar. Hann getur eða vill ekki segja til um hvernig hann veit það.Það var í ágúst 2014 sem faðir Jönu, Eddy Lerroux, fór með hana til Sýrlands. Með honum var, Jihane Makhzoumi, kona hans, og þrjú börn hennar. Hann dó í Palmyra árið 2015 og Makhzouomi var handtekin í október 2016 þegar hún reyndi að komast aftur til Frakklands. Með henni voru börnin hennar þrjú en Tarbouni segir hana hafa skilið Jönu eftir í Sýrlandi hjá konu frá Líbíu sem kenndi ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra arabísku.Þarf leyfi frá Frakklandi Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. Yfirvöld Frakklands áætla að minnst 80 frönsk börn séu í Sýrlandi. Tarbouni segist hafa varið árum í að leita að Jönu og meðal annars hafi hann reynt að fá mörg ráðuneyti Frakklands til að aðstoða sig en án árangurs. Fjölskylda Jönu hefur einnig verið í sambandi við Rauða Krossinn. Enn sem komið er hefur Tarbouni ekki fengið leyfi til að fara í Al-Hol búðirnar en hann segist þurfa leyfi frá Utanríkisráðuneyti Frakklands. Hann segir lögmann sinn hafa lagt fram beiðni á mánudaginn en henni hafi ekki verið svarað enn. Hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að heimaríki erlendra barna taki þau heim sem fyrst. Tarbouni segir foreldra þeirra hafa tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Börnin hafi ekki átt neinna annarra kosta völ. Frakkland Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Mustafa Tarbouni leitar að ungri stúlku meðal tuga þúsunda fjölskyldumeðlima ISIS-liða sem eru í haldi sýrlenskra Kúrda. Hann er að leita að frænku sinni sem rænt var frá Frakklandi fyrir fjórum og hálfu ári síðan. Fjölskylda barnsins Jönu, taldi að faðir hennar væri að fara með hana í frí til fjölskyldu hans Marokkó. Þess í stað tók hann barnið til Sýrlands og gekk til liðs við Íslamska ríkið. Fjölskyldan hefur ekki séð Jönu síðan en Tarbouni vonast til þess að geta borið kennsl á hana vegna fæðingarbletts á læri hennar. Hann fór frá Frakklandi til Sýrlands með því markmiði að finna stúlkuna og biðlar til yfirvalda Frakklands um að hjálpa sér.AFP fréttaveitan hefur eftir Tarbouni að síðast hafi sést til Jönu í Sýrlandi í janúar. Nánar tiltekið í þorpi nærri Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis Íslamska ríkisins, en þorpið er nú rústir einar. Hann getur eða vill ekki segja til um hvernig hann veit það.Það var í ágúst 2014 sem faðir Jönu, Eddy Lerroux, fór með hana til Sýrlands. Með honum var, Jihane Makhzoumi, kona hans, og þrjú börn hennar. Hann dó í Palmyra árið 2015 og Makhzouomi var handtekin í október 2016 þegar hún reyndi að komast aftur til Frakklands. Með henni voru börnin hennar þrjú en Tarbouni segir hana hafa skilið Jönu eftir í Sýrlandi hjá konu frá Líbíu sem kenndi ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra arabísku.Þarf leyfi frá Frakklandi Fjölskyldumeðlimum ISIS-liða er haldið í búðum sem bera nafnið Al-Hol. Þar eru um 6.500 erlend börn á meðal annarra þúsunda barna ISIS-liða. Yfirvöld Frakklands áætla að minnst 80 frönsk börn séu í Sýrlandi. Tarbouni segist hafa varið árum í að leita að Jönu og meðal annars hafi hann reynt að fá mörg ráðuneyti Frakklands til að aðstoða sig en án árangurs. Fjölskylda Jönu hefur einnig verið í sambandi við Rauða Krossinn. Enn sem komið er hefur Tarbouni ekki fengið leyfi til að fara í Al-Hol búðirnar en hann segist þurfa leyfi frá Utanríkisráðuneyti Frakklands. Hann segir lögmann sinn hafa lagt fram beiðni á mánudaginn en henni hafi ekki verið svarað enn. Hjálparsamtök og Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að heimaríki erlendra barna taki þau heim sem fyrst. Tarbouni segir foreldra þeirra hafa tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Börnin hafi ekki átt neinna annarra kosta völ.
Frakkland Sýrland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira