Dæmdur í fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2019 11:54 Dómurinn var kveðinn upp í gær. Vísir/Hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í tveggja og hálfs árs langt fangelsi fyrir að nauðga sambýliskonu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að fara upp í rúm til konunnar að nóttu til í ágúst 2015 þar sem hann beitti hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þegar konan gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu lýsti hún því að maðurinn hefði ruðst inn í herbergið til hennar, rifið fötin utan af henni og þvingað hana til kynferðismaka. Sagði hún að sonur sinn hefði verið heima og að hann hefði orðið var við það sem gekk á í herberginu. Þá sagði konan jafnframt að maðurinn hefði nauðgað henni þrisvar þetta sama sumar 2015. Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðukafla dómsins er framburður 12 ára sonar konunnar í Barnahúsi rakinn: „Í vætti hans kom fram að brotaþoli hefði verið sofandi inni í svefnherbergi, en það herbergi hafi verið við hlið herbergis vitnisins. Hafi vitnið heyrt brotaþola segja ákærða að hætta, að þessu lyki ekki svona og að hún ætlaði til lögreglu og að ákærði færi í fangelsi. Hann kæmist ekki upp með þetta. Þessi atburðarás hafi staðið í tuttugu mínútur til hálftíma. Af hljóðum að dæma úr herberginu hafi vitnið talið líklegt að ákærði væri að nauðga brotaþola. Hafi hann ráðið það af rödd ákærða og brotaþola. Vitnið hafi rætt þessa hluti við brotaþola næsta dag. Hafi brotaþoli þá sagt að ákærði hefði nauðgað henni.“ Þá er í niðurstöðukafla einnig vísað í tvö vitni sem komu fyrir dóm og voru á þeim tíma sem brotið átti sér stað vinir konunnar. Greindi konan þeim frá ofbeldinu sem hún hafði orðið fyrir af hálfu sambýlismanns síns. Ákærði hafði aftur á móti orðið missaga um tiltekin atriði málsins og mat dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Konan hafði aftur á móti verið samkvæms sjálfri sér um meginatriði málsins. Var ákærði því dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Þá var hann einnig dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar, alls um þrjár milljónir króna.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira