80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 29. mars 2019 11:54 Aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma og eftir að WOW air fór í þrot. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna falls WOW air. 65 milljónum verður varið til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta mikinn létti en hún hafði farið fram á aukið framlag frá ráðuneytinu til að mæta þessu höggi sem fylgir falli WOW air. Ellefu hundruð manns hafi misst vinnuna hjá fyrirtækinu á einu bretti og fleiri munu missa vinnuna til viðbótar sem þjónustuðu fyrirtækið. Hún segir þörfina fyrir fleiri starfsmenn í þjónustuverum, afgreiðslu og vinnumiðlun hafa aukist gríðarlega á einum degi. Aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Vinnumálastofnun var með viðbragðsáætlun sem tók mið af stöðunni ef allt færi á versta veg með WOW air og sú staða varð að veruleika í gær. Í dag bíða 500 umsóknir um atvinnuleysisbætur eftir afgreiðslu í gagnagrunni stofnunarinnar. Hún segir atvinnuleysissjóð standa ágætlega, enda hefur verið lítið um atvinnuleysi undanfarið. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið að Vinnumálastofnun verði veitt 80 milljóna króna tímabundið framlag vegna falls WOW air. 65 milljónum verður varið til að styrkja þjónustuver stofnunarinnar í Reykjavík og 15 milljónum til að styrkja þjónustuskrifstofunnar í Reykjanesbæ. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta mikinn létti en hún hafði farið fram á aukið framlag frá ráðuneytinu til að mæta þessu höggi sem fylgir falli WOW air. Ellefu hundruð manns hafi misst vinnuna hjá fyrirtækinu á einu bretti og fleiri munu missa vinnuna til viðbótar sem þjónustuðu fyrirtækið. Hún segir þörfina fyrir fleiri starfsmenn í þjónustuverum, afgreiðslu og vinnumiðlun hafa aukist gríðarlega á einum degi. Aldrei í sögunni hafi jafn fjölmennur hópur orðið atvinnulaus á jafn skömmum tíma. Vinnumálastofnun var með viðbragðsáætlun sem tók mið af stöðunni ef allt færi á versta veg með WOW air og sú staða varð að veruleika í gær. Í dag bíða 500 umsóknir um atvinnuleysisbætur eftir afgreiðslu í gagnagrunni stofnunarinnar. Hún segir atvinnuleysissjóð standa ágætlega, enda hefur verið lítið um atvinnuleysi undanfarið.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira