Fiskeldi í Eyjafirði - fyrir hverja? Halldór Áskelsson skrifar 30. mars 2019 09:00 Undanfarna mánuði hefur umræðan um fiskeldi verið áberandi í þjóðfélaginu. Umfangsmikið og umdeilt fiskeldi í sjókvíum hefur verið byggt upp á Vestfjörðum. Víst er að margir þar fögnuðu því vegna atvinnuástandsins á svæðinu en aðrir hafa spyrnt við fótum af ýmsum ástæðum. Nú eru komnar upp á yfirborðið hugmyndir norska fyrirtækisins Akvafuture um stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði, allt að 20.000 tonn á ári. Þetta ferli virðist nú þegar vera komið nokkuð langt í skiplagsferlinu og það án þess að almenningur á svæðinu hafi eitthvað um það að segja. Á kynningarfundi sem AFE hélt í Hofi í janúar sl. um málið var haft á orði að ekkert verði gert í óþökk íbúanna í Eyjafirði og að náttúran fái að sjálfsögðu njóta vafans, það var tónninn. Annað virðist nú upp á teningnum og einhvern veginn grunar mann að þessi mál séu komin lengra en látið er uppi. Það snuggaði a.m.k. í forsvarsmanni Akvafuture á RÚV um daginn þar sem hann sagði að nýtt lagafrumvarp, um laxeldi í sjó sem er í vinnslu, tefði verulega fyrir áætlunum þeirra og setti þær í uppnám. Á honum mátti líka skilja að þeir ættu að vera í forgangi hvað varðar leyfi til eldis í firðinum en þau hanga m.a. á niðurstöðu úr svokölluðum burðarþolsútreikningum. Heyra mátti á forsvarsmanni Akvafuture að honum fannst hann svikinn. Þá spyr maður sig, er kannski búið gefa þeim einhver loforð á bak við tjöldin sem við fólkið sem býr í firðinum vitum ekki af ? Og hver er þá svikinn ? Ég og mjög margir aðrir Eyfirðingar, svo mikið er víst. Við höfum nefnilega ekki verið spurð álits. Geta ráðamenn þjóðarinnar og stofnanaforkólfar bara tekið svona ákvarðanir án þess að vita vilja íbúanna? Ég er ekki viss um að nema lítill hluti íbúa Eyjafjarðar geri sér grein fyrir umfanginu og raskinu sem þessu getur fylgt ef áætlanir Akvafuture fá framgang. Er þetta lýðræðið í landinu eða erum við enn og aftur á barmi þess að geta kallað okkur bananalýðveldi, þar sem menn halda að allt sé leyfilegt í skjóli peninga og hygla hvor öðrum á víxl. Vorum við ekki búinn að fá nóg af þeim tebolla.Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt Þessi lína úr ljóði Davíðs Stefánssonar Sigling inn Eyjafjörð kemur upp í hugann núna í hvert sinn sem ég hugsa um þessar hugmyndir um þetta stóriðju-fiskeldi. Hvernig dettur mönnum í hug að drita niður fiskeldiskvíum vítt og breitt um einn fallegasta fjörð landsins ? Við erum ekki að tala um lítið og nett laxeldi, nei við erum að tala um stóriðju og það að mjög stórir fletir fjarðarins færu undir sjókvíar. Við Svalbarðseyri, Hrauná og Ystuvík að austan og Skjaldarvík, Dagverðareyri og Hjalteyri að vestan eru áætlanir um stórar kvíar sem yrðu mjög áberandi í siglingaleiðum inn og út fjörðinn. Það er augljóst mál að þarna yrði um mjög mikla sjónmengun að ræða. Skýtur ekki svolítið skökku við að á sama tíma og verið er að berjast fyrir beinu millilandaflugi til Akureyrar þar sem m.a. er verið að selja óspillta, norðlenska náttúru þá víla menn ekki fyrir sér að skipuleggja eitt stærsta ef ekki stærsta fiskeldi Íslandssögunnar í miðri náttúru Eyjafjarðar. Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera ? Þarna er meðal annars verið að stíga ofan á fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem hafa byggst upp á svæðinu undanfarin 25 ár, í hvalaskoðun og öðrum skemmtisiglingum um Eyjafjörð. Það verður nú gaman, eða hitt þó heldur, að sigla um fjörðinn með sjókvíar á báðar hendur um allan fjörð. Og hvað þýðir þetta fyrir trillukarlana sem hafa verið þarna í áratugi, hvað þýðir þetta fyrir lax- og silungsárnar í firðinum og annað lífríki almennt?Burðarþol fjarðarins- Hver tekur lokaákvörðun? Eflaust á útreikningur á svokölluðu burðarþoli fjarðarins eftir að svara einhverjum þessara spurninga. Það er nú sagt í vinnslu og virðast væntanlegir framkvæmdaaðilar bíða eftir niðurstöðunni í startholunum í því skyni að hefja uppbyggingu sem fyrst. Hvað gerist þegar þessir útreikningar liggja fyrir ? Verður mönnum hleypt af stað án þess að kanna vilja almennings? Hver tekur lokaákvörðun um slíka stóriðju og verður það gert í óþökk íbúa fjarðarins? Svo virðist vera, einhverra hluta vegna, að sveitarfélögin í firðinum hafa skipulagsvald einungis tugi metra út í sjó. Ég vona að menn sjái ljósið og gefi almenningi kost á að ákveða hvort við, fólkið í firðinum viljum þetta yfirleitt. Þetta er jú fjörðurinn okkar en ekki skriffinna úr borginni. Ég vona að Kristján Þór sjávarútvegsráðherra sýni fólkinu í kjördæminu sínu þá virðingu að rödd okkar fái að heyrast og hlustað verði á allar hliðar málsins áður en það er orðið of seintHvað græðir samfélagið: Heyrst hefur að leyfi fyrir svona fáist á gjafverði á Íslandi miðað við Noreg. Að þeir sem fengið hafi/fái úthlutað fagni slíku sem happdrættisvinningi enda geti þeir eignfært slíkt í ársreikningi sínum eins og gert hefur verið með kvótann góða, hér skal ekkert fullyrt um það. En hvað fengjum við íbúar fjarðarins? Einhverjir fá kannski vinnu meðan á uppbyggingu stendur. Einhverjir fá kannski vinnu í eldinu sjálfu og í kringum það. En hvað svo ? Hvað situr eftir hjá okkur þegar uppi er staðið, flæðir ekki allur arður úr landi ? Það er gömul og þekkt saga og til hvers er þá fórnað. Á meðan verður troðið á rétti þeirra sem fyrir eru í firðinum, það er troðið á lífríkinu í firðunum og ánum í kring. Náttúran er ekki að njóta vafans. Ég fullyrði að þessi gjörningur er ekki gerður með hagsmuni íbúanna í firðinum að leiðarljósi. Þetta lyktar af gróðabralli peningamanna og eiginhagsmunaseggja sem komnir eru til að mjólka auðlindirnar okkar. Því miður er það ekki í fyrsta sinn á Íslandi sem það gerist. Við þurfum ekki á þessu að halda. Af hverju í ósköpunum ætla menn að fórna þessum fallega firði fyrir erlenda hagsmuni fyrst og fremst ?Ég segi nei takk við stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur umræðan um fiskeldi verið áberandi í þjóðfélaginu. Umfangsmikið og umdeilt fiskeldi í sjókvíum hefur verið byggt upp á Vestfjörðum. Víst er að margir þar fögnuðu því vegna atvinnuástandsins á svæðinu en aðrir hafa spyrnt við fótum af ýmsum ástæðum. Nú eru komnar upp á yfirborðið hugmyndir norska fyrirtækisins Akvafuture um stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði, allt að 20.000 tonn á ári. Þetta ferli virðist nú þegar vera komið nokkuð langt í skiplagsferlinu og það án þess að almenningur á svæðinu hafi eitthvað um það að segja. Á kynningarfundi sem AFE hélt í Hofi í janúar sl. um málið var haft á orði að ekkert verði gert í óþökk íbúanna í Eyjafirði og að náttúran fái að sjálfsögðu njóta vafans, það var tónninn. Annað virðist nú upp á teningnum og einhvern veginn grunar mann að þessi mál séu komin lengra en látið er uppi. Það snuggaði a.m.k. í forsvarsmanni Akvafuture á RÚV um daginn þar sem hann sagði að nýtt lagafrumvarp, um laxeldi í sjó sem er í vinnslu, tefði verulega fyrir áætlunum þeirra og setti þær í uppnám. Á honum mátti líka skilja að þeir ættu að vera í forgangi hvað varðar leyfi til eldis í firðinum en þau hanga m.a. á niðurstöðu úr svokölluðum burðarþolsútreikningum. Heyra mátti á forsvarsmanni Akvafuture að honum fannst hann svikinn. Þá spyr maður sig, er kannski búið gefa þeim einhver loforð á bak við tjöldin sem við fólkið sem býr í firðinum vitum ekki af ? Og hver er þá svikinn ? Ég og mjög margir aðrir Eyfirðingar, svo mikið er víst. Við höfum nefnilega ekki verið spurð álits. Geta ráðamenn þjóðarinnar og stofnanaforkólfar bara tekið svona ákvarðanir án þess að vita vilja íbúanna? Ég er ekki viss um að nema lítill hluti íbúa Eyjafjarðar geri sér grein fyrir umfanginu og raskinu sem þessu getur fylgt ef áætlanir Akvafuture fá framgang. Er þetta lýðræðið í landinu eða erum við enn og aftur á barmi þess að geta kallað okkur bananalýðveldi, þar sem menn halda að allt sé leyfilegt í skjóli peninga og hygla hvor öðrum á víxl. Vorum við ekki búinn að fá nóg af þeim tebolla.Aldrei ég Eyjafjörð elskaði nógu heitt Þessi lína úr ljóði Davíðs Stefánssonar Sigling inn Eyjafjörð kemur upp í hugann núna í hvert sinn sem ég hugsa um þessar hugmyndir um þetta stóriðju-fiskeldi. Hvernig dettur mönnum í hug að drita niður fiskeldiskvíum vítt og breitt um einn fallegasta fjörð landsins ? Við erum ekki að tala um lítið og nett laxeldi, nei við erum að tala um stóriðju og það að mjög stórir fletir fjarðarins færu undir sjókvíar. Við Svalbarðseyri, Hrauná og Ystuvík að austan og Skjaldarvík, Dagverðareyri og Hjalteyri að vestan eru áætlanir um stórar kvíar sem yrðu mjög áberandi í siglingaleiðum inn og út fjörðinn. Það er augljóst mál að þarna yrði um mjög mikla sjónmengun að ræða. Skýtur ekki svolítið skökku við að á sama tíma og verið er að berjast fyrir beinu millilandaflugi til Akureyrar þar sem m.a. er verið að selja óspillta, norðlenska náttúru þá víla menn ekki fyrir sér að skipuleggja eitt stærsta ef ekki stærsta fiskeldi Íslandssögunnar í miðri náttúru Eyjafjarðar. Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera ? Þarna er meðal annars verið að stíga ofan á fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem hafa byggst upp á svæðinu undanfarin 25 ár, í hvalaskoðun og öðrum skemmtisiglingum um Eyjafjörð. Það verður nú gaman, eða hitt þó heldur, að sigla um fjörðinn með sjókvíar á báðar hendur um allan fjörð. Og hvað þýðir þetta fyrir trillukarlana sem hafa verið þarna í áratugi, hvað þýðir þetta fyrir lax- og silungsárnar í firðinum og annað lífríki almennt?Burðarþol fjarðarins- Hver tekur lokaákvörðun? Eflaust á útreikningur á svokölluðu burðarþoli fjarðarins eftir að svara einhverjum þessara spurninga. Það er nú sagt í vinnslu og virðast væntanlegir framkvæmdaaðilar bíða eftir niðurstöðunni í startholunum í því skyni að hefja uppbyggingu sem fyrst. Hvað gerist þegar þessir útreikningar liggja fyrir ? Verður mönnum hleypt af stað án þess að kanna vilja almennings? Hver tekur lokaákvörðun um slíka stóriðju og verður það gert í óþökk íbúa fjarðarins? Svo virðist vera, einhverra hluta vegna, að sveitarfélögin í firðinum hafa skipulagsvald einungis tugi metra út í sjó. Ég vona að menn sjái ljósið og gefi almenningi kost á að ákveða hvort við, fólkið í firðinum viljum þetta yfirleitt. Þetta er jú fjörðurinn okkar en ekki skriffinna úr borginni. Ég vona að Kristján Þór sjávarútvegsráðherra sýni fólkinu í kjördæminu sínu þá virðingu að rödd okkar fái að heyrast og hlustað verði á allar hliðar málsins áður en það er orðið of seintHvað græðir samfélagið: Heyrst hefur að leyfi fyrir svona fáist á gjafverði á Íslandi miðað við Noreg. Að þeir sem fengið hafi/fái úthlutað fagni slíku sem happdrættisvinningi enda geti þeir eignfært slíkt í ársreikningi sínum eins og gert hefur verið með kvótann góða, hér skal ekkert fullyrt um það. En hvað fengjum við íbúar fjarðarins? Einhverjir fá kannski vinnu meðan á uppbyggingu stendur. Einhverjir fá kannski vinnu í eldinu sjálfu og í kringum það. En hvað svo ? Hvað situr eftir hjá okkur þegar uppi er staðið, flæðir ekki allur arður úr landi ? Það er gömul og þekkt saga og til hvers er þá fórnað. Á meðan verður troðið á rétti þeirra sem fyrir eru í firðinum, það er troðið á lífríkinu í firðunum og ánum í kring. Náttúran er ekki að njóta vafans. Ég fullyrði að þessi gjörningur er ekki gerður með hagsmuni íbúanna í firðinum að leiðarljósi. Þetta lyktar af gróðabralli peningamanna og eiginhagsmunaseggja sem komnir eru til að mjólka auðlindirnar okkar. Því miður er það ekki í fyrsta sinn á Íslandi sem það gerist. Við þurfum ekki á þessu að halda. Af hverju í ósköpunum ætla menn að fórna þessum fallega firði fyrir erlenda hagsmuni fyrst og fremst ?Ég segi nei takk við stóriðju-fiskeldi í Eyjafirði.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun