Trump barmar sér yfir að hafa ekki fengið þakkir fyrir jarðarför McCain Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2019 20:59 Eins og oft áður fór Trump um víðan völl í ræðu sinni. Sagði hann McCain meðal annars ekki vera sína tegund af manni. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt árásum sínum á John McCain, fyrrverandi öldungadeildarþingmann repúblikana, áfram í ræðu í skriðdrekaverksmiðju í Ohio í dag þrátt fyrir að meira en hálft ár sé liðið frá andláti hans. Kvartaði forsetinn undan því að honum hefði ekki verið þakkað fyrir að samþykkja að McCain fengi opinbera útför. McCain var gagnrýninn á persónu og stefnu Trump en atkvæði hans sem átti þátt í að fella frumvarp repúblikana um að afnema sjúkratryggingalög Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2017 virðist vera það sem Trump hefur ekki getað fyrirgefið. Andlát McCain af völdum krabbameins í heila í ágúst í fyrra virðist ekki hafa sefað reiði Bandaríkjaforseta í garð hans. Undanfarna daga hefur Trump ítrekað gagnrýnt McCain bæði í ræðu og í tísti þrátt fyrir að félagar hans í Repúblikanaflokknum hafi biðlað til hans að láta af árásum sínum á þennan fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins sem margir telja stríðshetju. Á viðburði í skriðdrekaverksmiðju í Ohio sem Trump heimsótti í dag veik hann frá skrifaðri ræðu og fór enn og aftur mikinn um McCain, nú vegna þess að hann hefði ekki fengið hrós fyrir að veita McCain opinbera útför. „Ég lýsti yfir stuðningi við hann að hans beiðni og ég gaf honum jarðarförina sem hann vildi sem ég sem forseti varð að samþykkja. Mér er alveg sama um þetta. Ég fékk ekki þakkir fyrir. Það er allt í lagi. Við sendum hann áfram, en ég var ekki aðdáandi Johns McCain,“ sagði forseti Bandaríkjanna.Pres. Trump on the late Sen. John McCain: "I gave him the kind of funeral that he wanted—which as president I had to approve. I don't care about this. I didn't get a thank you. That's okay." https://t.co/oEDI3NdVLC pic.twitter.com/jMIU6WSfdj— ABC News (@ABC) March 20, 2019 Nokkrir þingmenn repúblikana hafa lofað McCain undanfarna daga en veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Utah, sagðist þó ekki skilja hvers vegna forsetinn vanvirti McCain. Johnny Isakson, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, sagði ummæli Trump „hörmuleg“. Ítrekaðar árásir Trump á McCain virðast einnig hafa kallað tröllaher yfir fjölskyldu öldungadeildarþingmannsins látna, að sögn Washington Post. Meghan McCain, dóttir hans, birti þannig mynd af skilaboðum sem hún hafði fengið frá konu sem kallaði föður hennar „svikara“ og fagnaði andláti hans.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41 Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
John McCain látinn Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn John McCain er látinn, 81 árs að aldri. 26. ágúst 2018 00:41
Stjórnmálastéttin minnist Johns McCain: „Hann var alltaf óhræddur við að synda á móti straumnum“ Fjölmargir minnast öldungarþingmannsins Johns McCains. Hann var afar virtur og áhrifamikill þingmaður og barðist í Víetnam-stríðinu. 26. ágúst 2018 10:40