Hannes: Þykir vænt um Pepsi Max-deildina en er enn leikmaður Qarabag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 20:30 Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson neitar því ekki að hafa áhuga á að spila í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er þó enn leikmaður Qarabag í Aserbaísjan, þar sem hann fær afar fá tækifæri um þessar mundir. Hannes samdi við Qarabag síðastliðið sumar og gerði þá tveggja ára samning. En hann segir að staða hans nú sé erfið. „Það er erfitt að lýsa þsssu. Ráða í stöðuna og giska á hvað muni gerast. Það er algert frost eins og staðan er núna og þetta er skrýtið mál,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. En er hann að reyna að semja um starfslok hjá félaginu? „Ég er alltaf að reyna að spjalla við menn þarna og finna út úr því hver næstu skref verða. Ég get ekki farið út í nein smáatriði. En það er ekkert leyndarmál að ég er óánægður með stöðuna, ég er ekki að spila og það er enginn glaður þegar hann er ekki að spila.“ Hannes Þór hefur verið sterklega orðaður við Val en vildi engu svara hvort að hann væri á leið í rauða búninginn strax í sumar. „Þegar ég skrifaði undir hjá Qarabag var planið að vera þar í tvö ár og það er enn þannig. Svo verður bara að koma í ljós hvernig framtíðin verður. Hvort það verði Valur eða eitthvað annað, ég get ekki tjáð mig um það núna.“Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyHugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar Hann neitar því ekki og hefur aldrei gert, að hann er spenntur fyrir því að spila aftur heima á Íslandi. „Ég hef alltaf stefnt á það að koma heim og spila. Ég hugsa hlýtt til Pepsi Max-deildarinnar og það hefur alltaf verið heillandi tilhugsun fyrir mig. Hvort sem það gerist núna í sumar, næsta eða þarnæsta - við verðum bara að sjá til.“ Fyrir núverandi landsliðsverkefni, sem Hannes er að búa sig undir, sagði þjálfarinn Erik Hamren að Hannes væri enn markvörður númer eitt hjá landsliðinu. „Það var gott að heyra það frá þjálfaranum því undirbúningur minn síðustu vikurnar hafa snúist um þessa leiki.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00 Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43 Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00 Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15 Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Fleiri fréttir „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Sjá meira
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Ari Freyr Skúlason er ekki á heimleið, hvorki til að spila með Val eða öðrum íslenskum liðum. 19. mars 2019 21:00
Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Erik Hamrén er með Hannes Þór Halldórsson fremstan í goggunarröðinni. 14. mars 2019 13:43
Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Aron Einar Gunnarsson hefur ekki velt því sérstaklega fyrir sér hvort að hungrið og drifkrafturinn sé enn til staðar í íslenska landsliðinu. 20. mars 2019 08:00
Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur Gylfi Þór Sigurðsson vill eins og aðrir í íslenska landsliðinu fá að upplifa það að spila á stórmóti í knattspyrnu. 20. mars 2019 19:15