Sjöunda mislingasmitið staðfest Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 14:17 Nýjasta tilfellið er 23 ára gamall einstaklingur með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur. fréttablaðið/anton brink Einstaklingur í Reykjavík greindist með mislinga í gær og er það sjöunda tilfellið frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar síðastliðnum. Greint er frá þessu á vef embættis landlæknis en þar segir að einn þessara sjö einstaklinga var með jákvætt próf eftir mislingabólusetningu sem greinir ekki á milli raunverulegra mislinga og áhrifa af bólusetningunni og flokkast því sem vafatilfelli. Nýjasta tilfellið er 23 ára gamall einstaklingur með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur. Hann hafði nýlega verið í umgengni við smitandi einstakling. Um 10 dögum síðar fékk hann vægan hita í 1–2 daga með mislingalíkum útbrotum. Niðurstaða rannsóknar þann 19. mars var vægt jákvæð fyrir mislingum. Að öllum líkindum er hér um að ræða væga mislinga („modified measles“) sem er vel lýst hjá bólusettum einstaklingum. Engin hætta er á alvarlegum veikindum í slíkum tilfellum og smithætta til annarra lítil. Ekki er þörf á sóttkví annarra sem umgengist hafa þann veika af þessu tilefni en hinn veiki verður í einangrun í 4 daga eftir að útbrot byrjuðu. Undanfarið hefur einnig borið á því að bólusettir einstaklingar hafa fengið útbrot skömmu eftir bólusetninguna og hafa greinst jákvæðir í rannsóknum fyrir mislingum. Þessi einkenni eru eðlileg eftir bólusetninguna og valda ekki smiti til annarra. Í flestum slíkum tilfellum er ekki ástæða til sýnatöku en sýnataka er alltaf háð mati læknis. Þetta nýjasta tilfelli breytir ekki fyrri viðbrögðum við mislingafaraldrinum. Bólusetningar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Einstaklingur í Reykjavík greindist með mislinga í gær og er það sjöunda tilfellið frá því að mislingafaraldurinn hófst hér á landi í febrúar síðastliðnum. Greint er frá þessu á vef embættis landlæknis en þar segir að einn þessara sjö einstaklinga var með jákvætt próf eftir mislingabólusetningu sem greinir ekki á milli raunverulegra mislinga og áhrifa af bólusetningunni og flokkast því sem vafatilfelli. Nýjasta tilfellið er 23 ára gamall einstaklingur með sögu um bólusetningu við 12 ára aldur. Hann hafði nýlega verið í umgengni við smitandi einstakling. Um 10 dögum síðar fékk hann vægan hita í 1–2 daga með mislingalíkum útbrotum. Niðurstaða rannsóknar þann 19. mars var vægt jákvæð fyrir mislingum. Að öllum líkindum er hér um að ræða væga mislinga („modified measles“) sem er vel lýst hjá bólusettum einstaklingum. Engin hætta er á alvarlegum veikindum í slíkum tilfellum og smithætta til annarra lítil. Ekki er þörf á sóttkví annarra sem umgengist hafa þann veika af þessu tilefni en hinn veiki verður í einangrun í 4 daga eftir að útbrot byrjuðu. Undanfarið hefur einnig borið á því að bólusettir einstaklingar hafa fengið útbrot skömmu eftir bólusetninguna og hafa greinst jákvæðir í rannsóknum fyrir mislingum. Þessi einkenni eru eðlileg eftir bólusetninguna og valda ekki smiti til annarra. Í flestum slíkum tilfellum er ekki ástæða til sýnatöku en sýnataka er alltaf háð mati læknis. Þetta nýjasta tilfelli breytir ekki fyrri viðbrögðum við mislingafaraldrinum.
Bólusetningar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira