Með erlendum augum Kristrún Frostadóttir skrifar 20. mars 2019 08:00 „Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristrún Frostadóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Ein helsta fyrirstaða þess að fjárfestar komast að viðeigandi niðurstöðu er tilhneiging þeirra til að stjórnast af tilfinningum fremur en hlutlausu mati á aðstæðunum – stundum taka þeir aðeins eftir jákvæðu þáttunum og hunsa þá neikvæðu, og stundum á hið öfuga við, en sjaldan einkennist upplifun þeirra og túlkun af jafnvægi og hlutleysi.“ Þessi orð Howards Marks, eins þekktasta fjárfestis Bandaríkjanna, endurspeglar þá skoðun að áhættufælni og ákvörðunartaka „yfirburða fjárfesta“ sveiflast ekki með þjóðarsálinni. Aukin áhættufælni einkennir efnahagslífið á Íslandi í dag og kemst fátt að nema umræða um verkföll, loðnubrest og færri flugsæti. Afleiðingin er minnkandi atvinnuvegafjárfesting og samdráttur í innflutningi. Enginn vill taka slæmar ákvarðanir, aftur. Sú staðreynd að áhættufælni er afstæð, því hún tekur mið af upplifunum og aðstæðum, þýðir þó að þeir sem standa fyrir utan íslenskan efnahagsveruleika gætu lesið stöðuna öðruvísi en við. Seðlabanki Evrópu (ECB) opnaði fyrr í mánuðinum fyrir aðgang evrópskra banka að ódýru fjármagni til að fleyta áfram til fyrirtækja í álfunni á ný. Um þrjú ár eru síðan þessum aðgangi var lokað, þegar vonir voru um að hagvöxtur og verðbólga færu hækkandi. Samhliða þessu útspili tilkynnti ECB lækkun á 2019 hagvaxtarspá sinni fyrir álfuna úr 1,7% í 1,1%. Þrátt fyrir að atvinnuleysistölur í Evrópu séu nú í lágmarki eftir fjármálakrísuna er lítil hreyfing á verðlagi. ECB vonaðist eftir 2% verðbólgu á þessu ári, markmið sem virðist nú ekki í augsýn næstu tvö árin. Væntingar um vaxtahækkanir ECB á árinu eru því orðnar að engu. Svipaða sögu má segja um stöðuna vestanhafs, þó þar sé spáð 2,5% hagvexti. Nýjustu verðbólgutölur eru þær lægstu í tæp tvö ár og Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stoppað af það vaxtahækkunarferli sem fór af stað 2017. Þetta kann að hljóma okkur að öllu leyti ótengt. En margir bjuggust við því að vaxtamunur milli hávaxtalanda, sem Ísland tilheyrir enn, og Bandaríkjanna og Evrópu myndi minnka á árinu. Slík þróun fæli í sér minni áhuga erlendra fjárfesta á fjárfestingatækifærum í löndum líkt og Íslandi. Raunin gæti nú orðið önnur. Afstaða erlendra fjárfesta til landsins tekur mið af þeirra aðstæðum og upplifun. Sem snýst ekki aðeins um verkföll, loðnubrest og flugsæti, heldur einnig efnahagsaðstæður ytra. Í augum erlendra aðila gæti 2019 reynst gott ár til stíga inn í íslenskt hagkerfi, sér í lagi þar sem fjárfestingatækifæri er oft að finna þegar áhættufælni eykst meðal þeirra sem næst aðstæðunum standa. Hagvaxtarhorfur á árinu hér á landi eru betri en í Evrópu, aðeins verri en í Bandaríkjunum, en vaxtastigið margfalt hærra. Þó efnahagsspár séu ónákvæmar er efnahagsástandið metið betra til næstu ára hér á landi en bæði austan- og vestanhafs. Auðvitað verður hagkerfið fyrir áhrifum af minnkandi útflutningsvexti og verkföllum, en grunnstoðirnar eru enn sterkar og ekki búist við margra ára niðursveiflu. Flestir fjárfesta til nokkurra ára, ekki ársfjórðunga. Mengi þeirra fjárfesta sem hingað líta hefur auk þess stækkað, með nýlegum breytingum á lögum um fjármagnsinnflæði. Mótvægi gæti því myndast gagnvart þeim neikvæðu þáttum sem við einbeitum okkur að þessa dagana og teljum að leiði af sér veikingu krónunnar og hærri vexti. Áhættumat erlendra fjárfesta er síður tengt þjóðarsálinni sem eykur hlutleysi í fjárfestingarákvörðunum. Í lok árs 2014 var spáð 2,9% hagvexti að meðaltali fyrir árabilið 2015-2017 hér á landi. Raunin varð 5,3%, en á fyrsta ári þessa tímabils streymdi hingað talsvert fjármagn erlendis frá. Ekki er sanngjarnt að slá því föstu að erlendir spáaðilar hafi vitað betur en innlendir, enda mikil óvissa um efnahagsspár. Eitt er þó víst, að þeir sáu hér tækifæri miðað við það sem þeim bauðst annars staðar. Ef sú staða kemur aftur upp á árinu gæti það stutt við gjaldmiðilinn, óháð því hvort sú afstaða og aftenging við þjóðarsálina reynist hagstæð eða ekki í baksýnisspegli framtíðarinnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar