Reynsluboltarnir fara ekki með kvennalandsliðinu til Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 13:08 Sandra María Jessen er aftur komin inn í A-landsliðið. Hér er hún á EM 2017. Getty/ Catherine Ivill Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Margir af reynslumestu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins eru ekki í hópnum sem fer til Suður-Kóreu í næsta mánuði. Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna, valdi í dag 23 manna hóp fyrir ferð íslenska kvennalandsliðsins til Suður-Kóreu í apríl. Jón Þór valdi ekki leikmenn eins og Sif Atladóttur, Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur eða Margréti Láru Viðarsdóttir í hópinn og þá er Agla María Albertsdóttir ekki heldur valin. Það er ljóst að reynslumestu leikmenn liðsins og allir fyrirliðarnir verða ekki með að þessu sinni. Ábyrgðin fellur því á aðra leikmenn. Inn í landsliðið koma Fanndís Friðriksdóttir, Sandra María Jessen, Lára Kristín Pedersen, Anna Rakel Pétursdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í ferðinni á móti heimakonum sem eru eins og er í 14. sæti á heimslista FIFA. Íslensku stelpurnar eru átta sætum neðar eða í 22. sæti.Fyrri leikurinn fer fram 6. apríl á Yongin Citizen Sport og hefst klukkan 05:00 að íslenskum tíma. Seinni leikurinn er svo 9. apríl á Chuncheon Songam Stadium og hefst klukkan 07:45 að íslenskum tíma.Jón Þór hefur þegar stjórnað íslenska landsliðinu í fjórum leikjum síðan að hann tók við liðinu af Frey Alexanderssyni. Íslenska liðið vann þann fyrsta á móti Skotlandi og líka þann síðasta á móti Portúgal sem var um níunda sætið í Algarve-bikarnum. Allt eru þetta undirbúningsleikir fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst með leikjum á móti Ungverjalandi og Slóvakíu um mánaðarmótin ágúst-september.Hópurinn sem mætir Suður Kóreu í tveimur vináttuleikjum ytra í apríl. Here is our squad for two games against South Korea in April.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/aAmuiqwwJ4 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 20, 2019Hópur Íslands í ferðinni til Suður-Kóreu:Markmenn (3) Sandra Sigurðardóttir, Val Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KAVarnarmenn (7) Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Anna Rakel Pétursdóttir, Linköping Elísa Viðarsdóttir, Val Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgårdens Guðrún Arnardóttir, Djurgårdens Glódís Perla Viggósdóttir, Rosengård Hallbera Guðný Gísladóttir, ValMiðjumenn (7) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals FC Sandra María Jessen, Bayer Leverkusen Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðabliki Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV Ásta Eir Árnadóttir, Breiðabliki Lára Kristín Pedersen, Þór/KASóknarmenn (6) Fanndís Friðriksdóttir, Val Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Svava Rós Guðmundsdóttir, Kristianstad Rakel Hönnudóttir, Reading Elín Metta Jensen, Val Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira