„Ágætis samningur“ innan seilingar en viðræðum samt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2019 11:45 Guðbrandur Einarsson kveður LÍV. Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Sjá meira
Landssamband íslenskra verslunarmanna (LÍV) sleit í morgun kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins, þrátt fyrir að ekki hafi verið langt á milli félaganna. Eftir fund félaganna í húsakynnum ríkissáttasemjara ákvað Guðbrandur Einarsson að segja af sér sem formaður LÍV. Hann vandar VR ekki kveðjurnar og efast um að raunverulegur vilji sé hjá forsvarsmönnum félagsins til að ná samningum. „Ég leit þannig á að við værum komin með góðan grunn að gerð kjarasamnings og að við gætum landað alveg ágætis samningi fyrir hönd verslunarmanna í landinu. Ég hafði hins vegar ekki stuðning í það og því taldi ég eðlilegt að slíta viðræðum og að fara frá sem formaður landsambandsins.“ Guðbrandur útskýrir að LÍV samanstandi af 12 félögum, þeirra langstærst er VR. „Þrátt fyrir að þau [VR] séu með kjarasamningsgerð sína á sinni könnu þá verðum við auðvitað að vera samstíga í þessu ferli. Við vorum það því miður ekki við gerð þessa samnings,“ segir Guðbrandur og undirstrikar þannig það sem fram kom í yfirlýsingu hans í morgun um hinn „verulega meiningarmun“ milli LÍV og VR.„Við hjá LÍV töldum að við værum að ná fram mörgum þeim kröfum sem við lögðum fram í sameiginlegri kröfugerð á sínum tíma, meðal annars um vinnutímastyttingu sem hefði gagnast öllum verslunarmönnum á Íslandi,“ segir Guðbrandur.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Guðbrandur meðan allt lék í lyndi.VRÁttar sig ekki á vegferð VR „Við vorum líka að ná fram leiðréttingu á launatöflum sem hefði gagnast okkar fólki mjög vel og þá sérstaklega fólki sem starfar í ferðaþjónustu.“ Það hafi hins vegar ekki verið vilji til að halda viðræðunum áfram - „og því fór sem fór.“ Guðbrandur segist því geta viðurkennt að hann sé ósáttur við framgöngu VR í þessum viðræðum. „Ég hreinlega átta mig ekki á því hvaða vegferð VR er að fara núna. Ég hef átt fínt og gott samstarf við félagið í tvo áratugi en ég skil ekki þá pólítik sem rekin er í VR þessa dagana,“ segir Guðbrandur. Hann segist þeirrar skoðunar að VR hefði átt að leggja ríkari áherslu á það í vinnu sinni síðustu vikur að landa kjarasamningi, það sé ábyrgðarhluti að blása til verkfalla. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvort að fólk hafi raunverulegan vilja til að landa kjarasamningi.“ Hann segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki hafa verið í neinum samskiptum við sig í dag vegna þessara nýjustu vendinga. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að það hafi ekki verið gott samband milli forystu LÍV og VR.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Sjá meira
Formaður LÍV segir af sér í kjölfar „verulegs meiningarmunar“ milli hans og VR Guðbrandur Einarsson formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna hefur sagt af sér sem formaður sambandsins. 20. mars 2019 09:09