Íslenski boltinn

Breiðablik samþykkir tilboð frá Ungverjalandi í Aron

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í stórleiknum gegn KR á dögunum.
Aron í stórleiknum gegn KR á dögunum. vísir/bára
Aron Bjarnason gæti verið á leið til ungverska félagsins Úljpest en Breiðablik samþykkti tilboð í vængmanninn fyrr í dag.

Aron mun á næstu dögum halda út til Ungverjaland og skoða þar aðstæður hjá félaginu. Lítist honum vel á og samningur milli hans og félagsins munu nást, gengur hann í raðir félagsins.

Úljpest endaði í fimmta sæti ungversku deildarinnar á síðustu leiktíð en er stórt lið á ungverskum mælikvarða og hefur margsinnis orðið ungverskur meistari.

Blikinn hefur farið á kostum á leiktíðinni og verið frábær í liði Blika sem er í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar er ellefu umferðir eru búnar af mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×