Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:49 Verði tillögur MAST að veruleika þurfa innfluttir hundar að dvelja í sóttkví í tvær vikur en ekki fjórar eins og verið hefur. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar
Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira