Lionel Messi missti sig eftir tapið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2019 08:00 Lionel Messi var svekktur eftir leikinn. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019 Argentína Copa América Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu eru úr leik á Copa America eftir 2-0 tap fyrir Brasilíu í nótt. Það var svekkjandi fyrir Messi að horfa á eftir enn einum möguleikanum á enda bið sína eftir stórum titli með Argentínu. Þetta mátti sjá í viðtölum eftir leikinn. Lionel Messi hreinlega missti sig eftir tapið í nótt og lét dómara leiksins heyra það. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir. Ólíkt fyrri leikjum á mótinu var VAR í aukahlutverki í nótt. Það var eitt af því sem Messi kvartaði mikið yfir. Ekvadorinn Roddy Zambrano sem dæmdi leikinn var ekkert á því að nýta sér Varsjána í þessum leik og það þrátt fyrir Argentínumönnum fannst oft tilefni til þess. Sérstaklega vildu þeir fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0 fyrir Brasilíu. „Dómararnir voru orðnir þreyttir á ruglákvörðunum sínum á Copa og fóru aldrei í Varsjána í leiknum. Þetta var ótrúlegt,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn.Argentina captain Lionel Messi has launched a sensational attack on referees after the team's loss to Brazil in the #CopaAmerica semifinals. FULL STORY: https://t.co/9a7ipMBhgdpic.twitter.com/XSXu5zreml — ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) July 3, 2019 „Svona var þetta allan leikinn. Dómararnir voru í ruglinu. Þeir hafa enga afsökun og það þarf að skoða þetta betur. Vonandi gerir CONMEBOL (suðurameríska knattspyrnusambandið) eitthvað við þessa dómara,“ sagði Messi reiður. „Við reyndum allt sem við gátum til að komast áfram en dómararnir voru á móti okkur. Ég held að það verði ekkert gert því Brasilíumenn ráða öllu í dag. Þetta er því flókið. Við þurfum ekki að skammast okkar. Þetta gekk ekki upp og við vorum ekki með heppnina með okkur í liði,“ sagði Messi. „Ég er svekktur af því að við áttum góðan leik og gáfum mikið í þetta. Þetta átti ekki að enda svona því þeir voru ekki betra liðið í þessum leik,“ sagði Messi.Messi's trophy cabinet is full of hardware, but he's still waiting for an international trophy. pic.twitter.com/dgjv3BapUZ — ESPN (@espn) July 3, 2019
Argentína Copa América Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira