Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna síðdegis í dag.
Reiknað var með því að undirritun hæfist um klukkan þrjú í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Útlit er fyrir að einhver seinkun gæti orðið á undirritun en hún verði þó fjórða tímanum.
Vísir greinir frá því helsta sem gerist, um leið og það gerist, auk þess sem rætt verður við samningaaðila að undirskrift lokinni.
