Selja illa fengna snekkju Jho Low með helmingsafslætti Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2019 12:12 Equanimity hefur legið við bryggju í Kúala Lúmpúr undanfarna mánuði, með gríðarlegum kostnaði fyrir malasíska skattgreiðendur. Vísir/getty Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. Salan á snekkjunni er liður í átaki þarlendra stjórnvalda til að vinda ofan 1MDB-hneykslinu svokallaða sem hefur teygt anga sína víða - t.a.m. til Hollywood. Hneykslið dregur nafn sitt af samnefndum sjóði, 1MDB, sem stendur fyrir 1Malaysia Development Berhad. Þáverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, stofnaði sjóðinn árið 2009 með það að markmiði að laða að erlenda fjárfestingu til Malasíu og stuðla að uppbyggingu landsins. Fjármunir úr sjóðnum virðast þó hafa verið nýttir í allt annað en að styrkja innviði Malasíu. Talið er að milljörðum dala hafi verið stolið úr sjóðnum, sem var síðan notaður til að stunda peningaþvætti í gegnum dótturfyrirtæki.Tyrkenskt gufubað og þyrlupalli Réttað var yfir Razak í dag, sem alls sætir 42 ákærum fyrir aðild sína að málinu. Hann neitaði sök í þeim sjö ákæruliðum sem teknir voru fyrir í Kúala Lúmpúr í dag. Bæði malasísk og bandarísk stjórnvöld eru þó fullviss um sekt Razak. Hann og kónar hans hafi notað sjóðinn til að fjármagna lúxuslífstíl sinn; keypt einkaþotu, Picasso-málverk, fjöldann allan af fasteignum sem og fyrrnefnda ofursnekkju, sem ber heitið Equanimity. Snekkjan er engin smásmíði; hún er rúmur 91 metri að lengd, með heitum potti, 20 metra langri sundlaug, þyrlupalli, snyrtistofu, líkamsræktarstöð, kvikmyndasal og tyrknesku gufubaði - svo eitthvað sé nefnt.Jho Low með góðvini sínum Leonardo DiCaprio. Sá malasíski fjármagnaði ekki aðeins eina af stórmyndum leikarans, The Wolf of Wall Street, heldur á hann einnig að hafa gefið DiCaprio rándýrt Picasso-málverk.Getty/Bertrand Rindoff PetroffEinn af samverkamönnum fyrrnefnds Razak var kaupsýslumaðurinn Low Taek Jho, betur þekktur sem Jho Low. Talið er að það hafi verið hann sem festi kaup á Equanimity fyrir 250 milljónir dala árið 2014. Malasískir miðlar segja söluverðið, fyrrnefndar 126 milljónir dala til spilavítaveldisins Genting Malaysia, því vera hálfgert rán. Lagt var hald á snekkjuna við strendur Bali í Indónesíu í fyrra og var hún framseld til malasískra yfirvalda. Snekkjan hefur legið við bryggju í Kúala Lúmpúr frá því í ágúst í umsjá þarlendra stjórnvalda.Sogar til sín skattféHeimildarmaður The Star segir að upphaflega hafi staðið til að selja snekkjuna fyrir 130 milljónir dala hið minnsta, sem þó eru næstum helmingsafföll. Fjöldi tilboða hafi borist í snekkjuna en flest á bilinu 80 til 100 milljónir dala. Því hafi verið ákveðið að ganga að tilboði spilavítaveldisins. Malasísk stjórnvöld hafi auk þess verið í hálfgerðri tímaþröng við að selja snekkjuna. Gríðarlegur viðhaldskostnaður hafi „sligað skattgreiðendur,“ sem ætlað er að hafi greitt 3,5 milljónir dala í hafnargjöld og fyrir hvers kyns lagfæringar á ofursnekkjunni síðastliðna 8 mánuði. Þrátt fyrir að söluverðið hafi valdið malasískum stjórnvöldum vonbrigðum er þetta engu að síður hæsta upphæð sem þeim hefur tekist að skrapa saman á einu bretti í tengslum við uppgjörið á 1MDB. Rannsakendur eiga þó ennþá nokkuð langt í land við að endurheimta alla þá 4,5 milljarða dala sem talið er að hafi verið stolið úr sjóðnum. Nánar má fræðast um 1MDB, Razak og Jho Low í úttekt Vísis: Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar. Malasía Tengdar fréttir Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Malasísk stjórnvöld hafa fallist á að selja ofursnekkju, sem talið er að hafi verið keypt fyrir opinbert fé, fyrir 126 milljónir dala, 15 milljarða íslenskra króna. Salan á snekkjunni er liður í átaki þarlendra stjórnvalda til að vinda ofan 1MDB-hneykslinu svokallaða sem hefur teygt anga sína víða - t.a.m. til Hollywood. Hneykslið dregur nafn sitt af samnefndum sjóði, 1MDB, sem stendur fyrir 1Malaysia Development Berhad. Þáverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, stofnaði sjóðinn árið 2009 með það að markmiði að laða að erlenda fjárfestingu til Malasíu og stuðla að uppbyggingu landsins. Fjármunir úr sjóðnum virðast þó hafa verið nýttir í allt annað en að styrkja innviði Malasíu. Talið er að milljörðum dala hafi verið stolið úr sjóðnum, sem var síðan notaður til að stunda peningaþvætti í gegnum dótturfyrirtæki.Tyrkenskt gufubað og þyrlupalli Réttað var yfir Razak í dag, sem alls sætir 42 ákærum fyrir aðild sína að málinu. Hann neitaði sök í þeim sjö ákæruliðum sem teknir voru fyrir í Kúala Lúmpúr í dag. Bæði malasísk og bandarísk stjórnvöld eru þó fullviss um sekt Razak. Hann og kónar hans hafi notað sjóðinn til að fjármagna lúxuslífstíl sinn; keypt einkaþotu, Picasso-málverk, fjöldann allan af fasteignum sem og fyrrnefnda ofursnekkju, sem ber heitið Equanimity. Snekkjan er engin smásmíði; hún er rúmur 91 metri að lengd, með heitum potti, 20 metra langri sundlaug, þyrlupalli, snyrtistofu, líkamsræktarstöð, kvikmyndasal og tyrknesku gufubaði - svo eitthvað sé nefnt.Jho Low með góðvini sínum Leonardo DiCaprio. Sá malasíski fjármagnaði ekki aðeins eina af stórmyndum leikarans, The Wolf of Wall Street, heldur á hann einnig að hafa gefið DiCaprio rándýrt Picasso-málverk.Getty/Bertrand Rindoff PetroffEinn af samverkamönnum fyrrnefnds Razak var kaupsýslumaðurinn Low Taek Jho, betur þekktur sem Jho Low. Talið er að það hafi verið hann sem festi kaup á Equanimity fyrir 250 milljónir dala árið 2014. Malasískir miðlar segja söluverðið, fyrrnefndar 126 milljónir dala til spilavítaveldisins Genting Malaysia, því vera hálfgert rán. Lagt var hald á snekkjuna við strendur Bali í Indónesíu í fyrra og var hún framseld til malasískra yfirvalda. Snekkjan hefur legið við bryggju í Kúala Lúmpúr frá því í ágúst í umsjá þarlendra stjórnvalda.Sogar til sín skattféHeimildarmaður The Star segir að upphaflega hafi staðið til að selja snekkjuna fyrir 130 milljónir dala hið minnsta, sem þó eru næstum helmingsafföll. Fjöldi tilboða hafi borist í snekkjuna en flest á bilinu 80 til 100 milljónir dala. Því hafi verið ákveðið að ganga að tilboði spilavítaveldisins. Malasísk stjórnvöld hafi auk þess verið í hálfgerðri tímaþröng við að selja snekkjuna. Gríðarlegur viðhaldskostnaður hafi „sligað skattgreiðendur,“ sem ætlað er að hafi greitt 3,5 milljónir dala í hafnargjöld og fyrir hvers kyns lagfæringar á ofursnekkjunni síðastliðna 8 mánuði. Þrátt fyrir að söluverðið hafi valdið malasískum stjórnvöldum vonbrigðum er þetta engu að síður hæsta upphæð sem þeim hefur tekist að skrapa saman á einu bretti í tengslum við uppgjörið á 1MDB. Rannsakendur eiga þó ennþá nokkuð langt í land við að endurheimta alla þá 4,5 milljarða dala sem talið er að hafi verið stolið úr sjóðnum. Nánar má fræðast um 1MDB, Razak og Jho Low í úttekt Vísis: Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar.
Malasía Tengdar fréttir Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00 Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Malasía fer í hart við Goldman Sachs Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs verst ásökunum um að hafa tekið þátt í spillingu er varðar malasískan fjárfestingarsjóð. 19. desember 2018 09:00
Glerpíanó, týndir milljarðar og Hollywood-stjörnur í einu stærsta fjársvikamáli sögunnar Picasso-málverk, glerpíanó, lúxussnekkjur og týndir milljarðar koma við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli sögunnar, en í dag áttu að hefjast réttarhöld yfir fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Najib Razak, vegna málsins. 13. febrúar 2019 09:30