Söngkonan Adele er sennilega þekktasti stuðningsmaður Tottenham og hún er spennt fyrir fyrsta leiknum á nýja vellinum sem hefur ekki enn fengið nafn.
Í dag birti Adele mynd af sér með Tottenham-trefil á Instagram. Við myndina skrifaði hún #COYS sem er skammstöfun fyrir „Come On You Spurs.“
Adele er fædd og uppalin í Tottenham hverfinu í Norður-London. Hún sást nokkrum sinnum White Hart Lane, gamla heimavelli Spurs, og vorið 2016 hélt hún á Tottenham-veggspjaldi á tónleikum í O2 höllinni í London. Spurs var þá í baráttu við Leicester City um Englandsmeistaratitilinn.
We love this shot of @Adele embracing the @SpursOfficial merch#AdeleLive2016pic.twitter.com/Lz5cevmTop
— The O2 (@TheO2) April 4, 2016
Nýi Tottenham-völlurinn tekur rúmlega 62.000 manns og er sá næststærsti í London, fyrir utan þjóðarleikvanginn Wembley þar sem Spurs hefur leikið heimaleiki sína frá byrjun síðasta tímabils.
Nýi-völlurinn átti að vera tilbúinn áður en þetta tímabil hófst en framkvæmdir við hann táfust talsvert. Því þurfti Spurs að halda áfram að spila á Wembley.
Tottenham er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 10. febrúar.