Rokksveitin sló í gegn á fyrir rúmlega þrjátíu árum og var líf hljómsveitameðlima heldur betur skrautlegt eins og kemur fram í myndinni.
Meðlimir sveitarinnar eru þeir Nikki Sixx, Tommy Lee, Vince Neil, Mick Mars og hefur sveitin selt yfir 41 milljón platna frá árinu 1981.
Í myndinni The Dirt kemur sannarlega fram hvernig líferni hljómsveitameðlima var á sínum tíma. Mikið var drukkið, gríðarlega mikið um fíkniefnaneyslu og kynlíf.
Nikki Sixx var í viðtali á dögunum hjá Entercom og svaraði hann spurningum hvað væri satt og eða rangt af þeim hlutum sem koma fram í myndinni.
Til að mynda kom fram í The Dirt að þeir félagarnir hafi töluvert verið í samfloti með Ozzy Osbourne og í einu atriðinu tók Osbourne skordýr í nefið og sleikti eigið hland af sundlaugabakka.
Hann lét ekki þar við sitja og sleikti einnig upp hland meðlima Mötley Crüe. Hér að neðan má sjá viðtalið við Sixx.