Telja í gamaldags rokkhátíð á Hard Rock Benedikt Bóas skrifar 3. apríl 2019 09:00 Skálmöld spilaði á 22 tónleikum á mánaðartúr um Evrópu. Hér á lokatónleikunum í Tilburg ásamt 3.000 aðdáendum. Það komast um 300 á Hard Rock svo það verður þröngt, sveitt og heitt á slammgólfinu. Mynd/Camiel Hirschberg Ein vinsælasta þungarokkshljómsveit landsins, Skálmöld, hleður í ferna tónleika á næstunni. Þeir byrja á Hard Rock um helgina en færa sig svo til Akureyrar. Þetta verða gamaldags tónleikar með öllum uppáhaldslögum þeirra en ekki útgáfutónleikar. Þeir nenna því ekki. Það eru fjögur Skálmaldargigg fram undan sem verða okkar einu tónleikar á Íslandi á þessu ári. Við teljum í tvenna tónleika á Hard Rock á föstudag og laugardag og færum okkur svo norður á Græna hattinn á fimmtudag og föstudag,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í þungarokksbandinu Skálmöld.Þráinn Árni verður með gítarspjall í Hljóðfærahúsinu á föstudag þar sem hann segir frá gítörunum sínum ásamt því að spila nokkur lög. Miðvikudaginn 10. apríl er hann ásamt Eyþóri Inga og Lúðrasveit Þorlákshafnar í Seljakirkju og þremur dögum síðar í Þorlákshöfn. Á milli skýst hann til Akureyrar til að telja í með Skálmöld. Fréttablaðið/VilhelmHljómsveitin er nýkomin heim eftir mánaðartúr um Evrópu þar sem hún spilaði á 22 tónleikum. Fengu einn frídag í Árósum í Danmörku. „Þetta var algjörlega brilljant túr. Við vorum með Aelstorm, vinum okkar, og þetta voru alveg rosaleg gigg. Yfirleitt uppselt og þetta stækkar alltaf og stækkar og við eldumst alltaf og eldumst. Núna vorum við bara í einhverjum voðalegum golfleik á milli gigga –ekki mikið rokk í því,“ segir Þráinn. Hann segir að bandið sé í túrstuði og þétt enda hafi það verið fullmannað á túrnum. Allir voru með en hljómsveitin hefur þurft að reiða sig á varamenn að undanförnu vegna forfalla. „Þetta verða fernir alveg geggjaðir tónleikar. Við fögnum þarna með liðinu okkar. Sumir halda að þetta séu útgáfutónleikar út af nýju plötunni okkar en við ætlum ekkert að telja í eina slíka. Þetta verður bara klúbbagigg af gamla skólanum þar sem öll okkar uppáhaldslög verða spiluð.“ Þráinn ætlar einnig að vera með gítarspjall í Hljóðfærahúsinu þar sem hann sýnir gítarana sína og segir lygasögur úr túrnum. „Ég spila svo eitthvað líka. Þetta er klukkutími og frítt inn. Ég hef gert svona áður og þarna er mikil nánd og skemmtilegar spurningar sem koma upp. Svo segir maður skröksögur og spilar eitthvað alveg ægilega hratt. Þetta heitir Guitar Klinik á útlensku, en er ekki gítarspjall fínt íslenskt orð?“ Fyrir utan að spjalla verður Þráinn með Eyþóri Inga og Lúðrasveit Þorlákshafnar, bæði miðvikudaginn 10. apríl í Reykjavík og laugardaginn 13. apríl í Þorlákshöfn. Vegna velgengni Þórsara í körfuboltanum munu þeir félagar spila fyrr en auglýst var því Þórsarar eiga heimaleik gegn KR þennan sama dag. Ákveðið rokk í því. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ein vinsælasta þungarokkshljómsveit landsins, Skálmöld, hleður í ferna tónleika á næstunni. Þeir byrja á Hard Rock um helgina en færa sig svo til Akureyrar. Þetta verða gamaldags tónleikar með öllum uppáhaldslögum þeirra en ekki útgáfutónleikar. Þeir nenna því ekki. Það eru fjögur Skálmaldargigg fram undan sem verða okkar einu tónleikar á Íslandi á þessu ári. Við teljum í tvenna tónleika á Hard Rock á föstudag og laugardag og færum okkur svo norður á Græna hattinn á fimmtudag og föstudag,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í þungarokksbandinu Skálmöld.Þráinn Árni verður með gítarspjall í Hljóðfærahúsinu á föstudag þar sem hann segir frá gítörunum sínum ásamt því að spila nokkur lög. Miðvikudaginn 10. apríl er hann ásamt Eyþóri Inga og Lúðrasveit Þorlákshafnar í Seljakirkju og þremur dögum síðar í Þorlákshöfn. Á milli skýst hann til Akureyrar til að telja í með Skálmöld. Fréttablaðið/VilhelmHljómsveitin er nýkomin heim eftir mánaðartúr um Evrópu þar sem hún spilaði á 22 tónleikum. Fengu einn frídag í Árósum í Danmörku. „Þetta var algjörlega brilljant túr. Við vorum með Aelstorm, vinum okkar, og þetta voru alveg rosaleg gigg. Yfirleitt uppselt og þetta stækkar alltaf og stækkar og við eldumst alltaf og eldumst. Núna vorum við bara í einhverjum voðalegum golfleik á milli gigga –ekki mikið rokk í því,“ segir Þráinn. Hann segir að bandið sé í túrstuði og þétt enda hafi það verið fullmannað á túrnum. Allir voru með en hljómsveitin hefur þurft að reiða sig á varamenn að undanförnu vegna forfalla. „Þetta verða fernir alveg geggjaðir tónleikar. Við fögnum þarna með liðinu okkar. Sumir halda að þetta séu útgáfutónleikar út af nýju plötunni okkar en við ætlum ekkert að telja í eina slíka. Þetta verður bara klúbbagigg af gamla skólanum þar sem öll okkar uppáhaldslög verða spiluð.“ Þráinn ætlar einnig að vera með gítarspjall í Hljóðfærahúsinu þar sem hann sýnir gítarana sína og segir lygasögur úr túrnum. „Ég spila svo eitthvað líka. Þetta er klukkutími og frítt inn. Ég hef gert svona áður og þarna er mikil nánd og skemmtilegar spurningar sem koma upp. Svo segir maður skröksögur og spilar eitthvað alveg ægilega hratt. Þetta heitir Guitar Klinik á útlensku, en er ekki gítarspjall fínt íslenskt orð?“ Fyrir utan að spjalla verður Þráinn með Eyþóri Inga og Lúðrasveit Þorlákshafnar, bæði miðvikudaginn 10. apríl í Reykjavík og laugardaginn 13. apríl í Þorlákshöfn. Vegna velgengni Þórsara í körfuboltanum munu þeir félagar spila fyrr en auglýst var því Þórsarar eiga heimaleik gegn KR þennan sama dag. Ákveðið rokk í því.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira