Alvarlegur matarskortur meðal 113 milljóna jarðarbúa Heimsljós kynnir 3. apríl 2019 10:45 Ljósmynd frá Juba í Suður-Súdan. UNICEF/Campeanu Alvarlegur matarskortur hrjáði um það bil 113 milljónir íbúa í 53 ríkjum á síðasta ári, samkvæmt nýrri sameiginlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, sem birt var í gær. Í skýrslunni er staðhæft að þessi útbreiddi matarskortur stafi einkum af tvennu: átökum og loftslagsbreytingum. Tveir af hverjum þremur sem búa við sult draga fram lífið í aðeins átta löndum: Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi og Jemen. „Global Report on Food Crisis 2019“ er yfirheiti skýrslunnar en að henni standa meðal annars Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Evrópusambandið. Fram kemur í skýrslunni að hungraðir í heiminum hafi á síðustu þremur árum ævilega verið yfir hundrað milljónir talsins en þeir dreifist nú á fleiri lönd en áður. Auk fyrrnefndra 113 milljóna manna sem búa við alvarlegan matarskort eru 143 milljónir til viðbótar í öðrum 42 löndum sem eru nærri hungurmörkum. Þeir eru þó líkast til fleiri því skortur er á tölfræðigögnum um matvælaóöryggi frá 13 ríkjum, þar á meðal bæði Norður-Kóreu og Venesúela. Miðað við tölur frá árinu 2017 fækkaði hungruðum í heiminum um 11 milljónir milli ára. „Það er ljóst af skýrslunni að þrátt fyrir lítilsháttar fækkun í fjölda þeirra sem upplifir mikinn matarskort er þessi hópur alltof fjölmennur,“ sagði José Graziano da Silva framkvæmdastjóra FAO á tveggja daga ráðstefnu sem efnt var til í Brussel í tilefni af útgáfu skýrslunnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent
Alvarlegur matarskortur hrjáði um það bil 113 milljónir íbúa í 53 ríkjum á síðasta ári, samkvæmt nýrri sameiginlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins, sem birt var í gær. Í skýrslunni er staðhæft að þessi útbreiddi matarskortur stafi einkum af tvennu: átökum og loftslagsbreytingum. Tveir af hverjum þremur sem búa við sult draga fram lífið í aðeins átta löndum: Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Eþíópíu, Nígeríu, Suður-Súdan, Súdan, Sýrlandi og Jemen. „Global Report on Food Crisis 2019“ er yfirheiti skýrslunnar en að henni standa meðal annars Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO), Matvælaáætlun SÞ (WFP) og Evrópusambandið. Fram kemur í skýrslunni að hungraðir í heiminum hafi á síðustu þremur árum ævilega verið yfir hundrað milljónir talsins en þeir dreifist nú á fleiri lönd en áður. Auk fyrrnefndra 113 milljóna manna sem búa við alvarlegan matarskort eru 143 milljónir til viðbótar í öðrum 42 löndum sem eru nærri hungurmörkum. Þeir eru þó líkast til fleiri því skortur er á tölfræðigögnum um matvælaóöryggi frá 13 ríkjum, þar á meðal bæði Norður-Kóreu og Venesúela. Miðað við tölur frá árinu 2017 fækkaði hungruðum í heiminum um 11 milljónir milli ára. „Það er ljóst af skýrslunni að þrátt fyrir lítilsháttar fækkun í fjölda þeirra sem upplifir mikinn matarskort er þessi hópur alltof fjölmennur,“ sagði José Graziano da Silva framkvæmdastjóra FAO á tveggja daga ráðstefnu sem efnt var til í Brussel í tilefni af útgáfu skýrslunnar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent