Félög í eigu Sigur Rósar eiga hundruð milljóna króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. apríl 2019 06:30 Sigur Rós hefur notið mikillar velgengni og velta félög tengd sveitinni hundruðum milljóna á ári. Nordicphotos/Getty Ársreikningar þeirra einkahlutafélaga sem koma fyrir í ákærum á hendur meðlimum Sigur Rósar varpa ljósi á umfang og fjárhagslega velgengni sveitarinnar sem í gegnum tíðina hefur verið sveipuð huliðshjúp. Í ákærum á hendur núverandi og einum fyrrverandi meðlimum Sigur Rósar eru eru talin til fjögur félög. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum. Þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson eru ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við þessi félög. Fyrir að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars annars vegar og fjármagnstekjuskatts hins vegar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um nemur sú upphæð sem þeim er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að greiða alls 150 milljónum króna. Fjórmenningarnir og einn endurskoðandi eru ákærðir í málinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigur Rós í sigti saksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og embætti hans hefur ákært fimm manns vegna meintra skattalagabrota meðlima sveitarinnar. Félagið Von Andi ehf. skilaði ársreikningi fyrir árið 2017 í september síðastliðnum. Félagið skilaði tæplega 38 milljóna króna hagnaði það ár, tekjur þess námu 110 milljónum, samanborið við 103 milljónir árið áður. Félagið á eignir upp á 270 milljónir en óráðstafað eigið fé þess nemur 277 milljónum. Fjórmenningarnir greiddu sér rúmar 112 milljónir króna í arð árið 2016 og hafa í gegnum árin, frá því félagið var stofnað árið 1999 eftir útkomu og velgengni plötunnar Ágætis byrjun, greitt tugi milljóna í arð síðan. Ársreikningur félagsins varpar líka ljósi á hinar ýmsu tekjur og útgjöld sveitarinnar. Til dæmis tekjur af plötu- og DVD-sölu hér á landi og erlendis. Hún nam aðeins 117 þúsund krónum hér árið 2017 en rúmlega 1.100 þúsundum árið 2016. Engar slíkar tekjur voru í Bretlandi árið 2017 samanborið við rúmar 8 milljónir árið 2016. Mestar tekjur hefur félagið þó af erlendum höfundarréttargreiðslum. Þær námu ríflega 104,7 milljónum árið 2017 og tæpum 80 milljónum árið áður. Tekjur af sölu varnings erlendis, tekjur af sjónvarpi, útvarpi og öðru, námu ríflega 20 milljónum árin tvö. Þá má sjá að sveitin greiðir erlendum umboðsaðilum rúmlega 17 milljónir í þóknanir, rúmar fimm milljónir á ári í lögfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. Rekstur Ess Err ehf., sem aðeins er í eigu núverandi meðlima, Jón Þórs, Georgs og Orra, er mun umfangsminni og hefur félagið skilað tapi síðustu tvö birt rekstrarár. Í breska félaginu Hopefully Touring Ltd. eru hins vegar umtalsverðir fjármunir á lausu. Samkvæmt ársreikningi sem Fréttablaðið komst yfir fyrir árið 2017 á það félag um 813 þúsund pund, eða 130 milljónir í óráðstöfuðu eigin fé. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Ársreikningar þeirra einkahlutafélaga sem koma fyrir í ákærum á hendur meðlimum Sigur Rósar varpa ljósi á umfang og fjárhagslega velgengni sveitarinnar sem í gegnum tíðina hefur verið sveipuð huliðshjúp. Í ákærum á hendur núverandi og einum fyrrverandi meðlimum Sigur Rósar eru eru talin til fjögur félög. Von Andi ehf. og Ess err ehf. hér á landi, Hopefully Touring Ltd. í Bretlandi og Von Andi Inc. líklega í Bandaríkjunum. Þeir Jón Þór Birgisson, Georg Holm, Orri Páll Dýrason og Kjartan Sveinsson eru ákærðir fyrir skattalagabrot í tengslum við þessi félög. Fyrir að telja ekki fram á skattframtölum sínum tekjur frá félögunum og arðgreiðslur og komast þannig hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars annars vegar og fjármagnstekjuskatts hins vegar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um nemur sú upphæð sem þeim er gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að greiða alls 150 milljónum króna. Fjórmenningarnir og einn endurskoðandi eru ákærðir í málinu sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigur Rós í sigti saksóknara. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og embætti hans hefur ákært fimm manns vegna meintra skattalagabrota meðlima sveitarinnar. Félagið Von Andi ehf. skilaði ársreikningi fyrir árið 2017 í september síðastliðnum. Félagið skilaði tæplega 38 milljóna króna hagnaði það ár, tekjur þess námu 110 milljónum, samanborið við 103 milljónir árið áður. Félagið á eignir upp á 270 milljónir en óráðstafað eigið fé þess nemur 277 milljónum. Fjórmenningarnir greiddu sér rúmar 112 milljónir króna í arð árið 2016 og hafa í gegnum árin, frá því félagið var stofnað árið 1999 eftir útkomu og velgengni plötunnar Ágætis byrjun, greitt tugi milljóna í arð síðan. Ársreikningur félagsins varpar líka ljósi á hinar ýmsu tekjur og útgjöld sveitarinnar. Til dæmis tekjur af plötu- og DVD-sölu hér á landi og erlendis. Hún nam aðeins 117 þúsund krónum hér árið 2017 en rúmlega 1.100 þúsundum árið 2016. Engar slíkar tekjur voru í Bretlandi árið 2017 samanborið við rúmar 8 milljónir árið 2016. Mestar tekjur hefur félagið þó af erlendum höfundarréttargreiðslum. Þær námu ríflega 104,7 milljónum árið 2017 og tæpum 80 milljónum árið áður. Tekjur af sölu varnings erlendis, tekjur af sjónvarpi, útvarpi og öðru, námu ríflega 20 milljónum árin tvö. Þá má sjá að sveitin greiðir erlendum umboðsaðilum rúmlega 17 milljónir í þóknanir, rúmar fimm milljónir á ári í lögfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. Rekstur Ess Err ehf., sem aðeins er í eigu núverandi meðlima, Jón Þórs, Georgs og Orra, er mun umfangsminni og hefur félagið skilað tapi síðustu tvö birt rekstrarár. Í breska félaginu Hopefully Touring Ltd. eru hins vegar umtalsverðir fjármunir á lausu. Samkvæmt ársreikningi sem Fréttablaðið komst yfir fyrir árið 2017 á það félag um 813 þúsund pund, eða 130 milljónir í óráðstöfuðu eigin fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sigur Rós Skattamál Sigur Rósar Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26 Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30 Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik Fjórir meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar hafa verið ákærðir fyrir skattsvik, þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Holm og Orri Páll Dýrason. 28. mars 2019 14:26
Meint skattsvik meðlima Sigur Rósar alls um 150 milljónir króna Meint skattsvik fjögurra meðlima Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot nema alls um 150 milljónum króna þegar vangreiddur tekjuskattur og vangreiddur fjármagnstekjuskattur þeirra allra er talinn saman samkvæmt ákærunum. 28. mars 2019 17:30
Ákæran hryggir Sigur Rósar-menn en vona að málið skýrist fyrir dómi Þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til að standa í réttum skilum við skattayfirvöld og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert. 28. mars 2019 15:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent