Íslenski boltinn

Laugardalsvöllurinn kemur vel undan Ed Sheeran

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn V. Jóhannsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli.
Kristinn V. Jóhannsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli. mynd/stöð 2
Enn er verið að ganga frá á Laugardalsvelli eftir tvenna tónleika Eds Sheeran þar um helgina. Vallarstjórinn, Kristinn V. Jóhannsson, segir völlinn í fínu ástandi. Á laugardaginn fer úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fram á Laugardalsvellinum.

„Völlurinn er mjög góður eins og er. Þetta lítur mjög vel út og við erum mjög sáttir með útkomuna eftir gærdaginn þegar gólfið fór af,“ sagði Kristinn í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum.

Ed Sheeran skemmti landanum á tvennum tónleikum um helgina.vísir/vilhelm
Starfsmenn Laugardalsvallar hafa fundið eitt og annað á grasinu eftir helgina.

„Við vorum að týna upp eyrnalokka, lykla og annað slíkt. En við förum aftur yfir hann oft og mörgum sinnum fyrir bikarúrslitaleikinn,“ sagði Kristinn.

Undirbúningurinn fyrir tónleika Sheerans hófst fyrir ári.

„Þegar kemur að svona stórum viðburði þarf að plana, skipuleggja og gera þetta vel. Og það tókst,“ sagði Kristinn.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Ástandið á Laugardalsvelli gott þrátt fyrir stórtónleika Eds Sheeran
 


Tengdar fréttir

Ed í skýjunum með Íslandsdvölina

Ed Sheeran hélt tónleika í Laugardalnum á laugardags- og sunnudagskvöld. Ísleifur Þórhallsson hjá Senu Live er ánægður með helgina, ef frá er talið vandamál með raðir fyrri daginn.

Þessi gaur!

Frábærir tónleikar með frábærum tónlistarmanni sem er á toppi ferils síns.

Segir skipu­lags­galla hafa valdið röðinni á Ed Sheeran

"Mér leið náttúrulega bara hræðilega., gjörsamlega skelfilega. Það eru náttúrulega allir sítengdir og fólk stendur bara í röðinni og hraunar yfir okkur, sem er skiljanlegt,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdarstjóri Senu Live, um röðina sem myndaðist fyrir utan tónleikasvæði Ed Sheeran á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×