Það er lið Utah Jazz þarf að ferðast mest á komandi NBA-tímabili en liðið mun fara meira en 50 þúsund mílur á ferðalögum sínum milli leikja.
Þetta gera meira en 82 þúsund kílómetra í ferðalög hjá leikmönnum Utah Jazz eða eins og að fara meira en tvisvar í kringum jörðina.
NBA-liðin leika 82 leiki í deildarkeppninni, 41 á heimavelli og 41 á útivelli. Bandaríkin eru gríðarlega stórt land og liðin eru oft að ferðast á milli Austur- og Vesturstrandarinnar.
Það verður þó að minnast á það að NBA-leikmennirnir ferðast í lúxus einkaflugvélum og þurfa sjaldan að bíða lengi á flugvöllunum. Það er því ekki eins og fyrir okkur „venjulega“ fólkið sem ferðumst í almennu farrými.
Ed Küpfer tók ferðalög einstakra félaga saman fyrir Twitter-reikninginn sinn eins og sjá má hér fyrir neðan.
NBA 2019-20 Total miles to be traveled by each team pic.twitter.com/WpxyEmn0yb
— Ed Küpfer (@EdKupfer) August 12, 2019
Næstu lið á eftir Utah Jazz eru Phoenix Suns og Sacramento Kings. Það er aftur á móti lið Cleveland Cavaliers sem ferðast langminnst en fyrir ofan Cleveland eru lið Phildelphia 76ers og Chicago Bulls.
Hér fyrir neðan má einnig sjá úttekt Ed Küpfer á því hvernig ferðalög liðanna skiptast eftir mánuðum.
NBA 2019-20 Miles traveled by each team by month pic.twitter.com/odcaO1Mbms
— Ed Küpfer (@EdKupfer) August 12, 2019