Birti brjóstamynd sem netverjar höfðu hótað að birta Sylvía Hall skrifar 13. ágúst 2019 12:23 Whitney Cummings hefur gert það gott sem uppistandari. Vísir/Getty Í apríl síðastliðnum birti uppistandarinn Whitney Cummings myndband af sér í Instagram-sögu sinni þar sem hún var í baði að borða litkaber. Þegar hún áttaði sig á því að annað brjóst hennar var í mynd var hún fljót að eyða myndbandinu en fjöldi netverja höfðu þá þegar náð skjáskoti af myndbandinu. Í kjölfarið fóru henni að berast skilaboð þar sem aðilar með skjáskotið undir höndum báðu um greiðslur gegn því að þeir myndu ekki birta myndina. Þegar hún vakti máls á skilaboðunum á Twitter sagði hún þá sem hefðu hótað henni örugglega halda að hún væri frægari en hún raunverulega er og að öllum líkindum haldið að það væri auðveldara að ógna henni. „Ef einhver ætlar að græða pening eða like á geirvörtunni minni, þá verður það ég. Svo hér er þetta allt saman, vitlausu lúðar,“ skrifar Cummings við færslu þar sem hún birtir myndina sjálf ásamt skjáskoti af skilaboðum þar sem hún var beðin um pening fyrir myndina.2)They all must think I’m way more famous than I am, but they also must think I’m way more easily intimidated than I am. If anyone is gonna make money or likes off my nipple, it’s gonna be me. So here it all is, you foolish dorks. pic.twitter.com/cet4YEXVyG — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019 Hún segist ekki ætla að birta nöfn þeirra sem reyndu að græða á henni því það gætu verið „vitlausir krakkar“ og hún hefði sjálf ekki viljað að þær heimsku hugmyndir sem hún hafði sem unglingur væru á allra vitorði eftir eina Google-leit. Eftir að hún birti myndina á Twitter-síðu sinni fóru henni að berast skilaboð þar sem einstaklingar sögðust vera með aðgang að iCloud-reikningi hennar þar sem allar hennar myndir eru að finna. Hún var ekki lengi að snúa þeim hótunum upp í grín. „Ég skal vera hreinskilin, ég stend með flestum nektarmyndum af mér. Í hreinskilni skammast ég mín meira fyrir öll inspirational quotes sem ég hef tekið skjáskot af.“Now I'm getting threatened with "we have access to your iCloud." I'll be honest, I stand by most of my nudes. Frankly I'm way more embarrassed by all the inspirational quotes I've screen grabbed. — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019 Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Í apríl síðastliðnum birti uppistandarinn Whitney Cummings myndband af sér í Instagram-sögu sinni þar sem hún var í baði að borða litkaber. Þegar hún áttaði sig á því að annað brjóst hennar var í mynd var hún fljót að eyða myndbandinu en fjöldi netverja höfðu þá þegar náð skjáskoti af myndbandinu. Í kjölfarið fóru henni að berast skilaboð þar sem aðilar með skjáskotið undir höndum báðu um greiðslur gegn því að þeir myndu ekki birta myndina. Þegar hún vakti máls á skilaboðunum á Twitter sagði hún þá sem hefðu hótað henni örugglega halda að hún væri frægari en hún raunverulega er og að öllum líkindum haldið að það væri auðveldara að ógna henni. „Ef einhver ætlar að græða pening eða like á geirvörtunni minni, þá verður það ég. Svo hér er þetta allt saman, vitlausu lúðar,“ skrifar Cummings við færslu þar sem hún birtir myndina sjálf ásamt skjáskoti af skilaboðum þar sem hún var beðin um pening fyrir myndina.2)They all must think I’m way more famous than I am, but they also must think I’m way more easily intimidated than I am. If anyone is gonna make money or likes off my nipple, it’s gonna be me. So here it all is, you foolish dorks. pic.twitter.com/cet4YEXVyG — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019 Hún segist ekki ætla að birta nöfn þeirra sem reyndu að græða á henni því það gætu verið „vitlausir krakkar“ og hún hefði sjálf ekki viljað að þær heimsku hugmyndir sem hún hafði sem unglingur væru á allra vitorði eftir eina Google-leit. Eftir að hún birti myndina á Twitter-síðu sinni fóru henni að berast skilaboð þar sem einstaklingar sögðust vera með aðgang að iCloud-reikningi hennar þar sem allar hennar myndir eru að finna. Hún var ekki lengi að snúa þeim hótunum upp í grín. „Ég skal vera hreinskilin, ég stend með flestum nektarmyndum af mér. Í hreinskilni skammast ég mín meira fyrir öll inspirational quotes sem ég hef tekið skjáskot af.“Now I'm getting threatened with "we have access to your iCloud." I'll be honest, I stand by most of my nudes. Frankly I'm way more embarrassed by all the inspirational quotes I've screen grabbed. — Whitney Cummings (@WhitneyCummings) August 12, 2019
Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47 Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Birti nektarmyndirnar sjálf eftir að hakkari hótaði að kúga hana með þeim Bandaríska leikkonan Bella Thorne birti í gær nektarmyndir sem hún tók af sjálfri sér, en hafði ekki ætlað til opinberrar birtingar, eftir að hakkari komst yfir myndirnar og hótaði að birta þær. 16. júní 2019 21:47