Vísar í fjölda fylgjenda tístarans til að verja dreifingu á rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 22:20 Trump ræðir við fréttamenn í forsetaflugvélinni. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa dreift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina. Vísaði Trump í fjölda fylgjenda grínistans Terrence K. Williams á Twitter til þess að verja áframtíst sitt á tísti hans. Epstein, sem var sakaður um mansal og kynferðisbrot, fannst látinn í klefa sínum á laugardag og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum hafið rannsókn á dauða hans. Fjöldi samsæriskenninga um dauða Epstein hafa farið á flug síðustu daga. Epstein átti marga auðuga og valdamikla vini, þar á meðal Clinton og Trump sjálfan. Epstein var handtekinn í síðasta mánuði og ákærður fyrir mansal á unglingsstúlkum á Flórída og í New York.Trump var einn þeirra sem dreifði samsæriskenningu um dauða Epstein á netinu um helgina með því aðáframtísta tísti hægrisinnaða grínistans Terrence K. Williamsþar sem hann sem dró í efa að Epstein hefði í raun svipt sig lífi. Hélt grínistinn því fram að Epstein hefði „haft upplýsingar um Clinton og nú er hann dauður“.„Við vitum hver gerði þetta,“ sagði grínistinn Terrence K. Williams og hvatti fylgjendur sína til að áframtísta ef þetta „kæmi þeim ekki á óvart“. Með fylgdi mynd af bæði Bill og Hillary Clinton.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 Trump var spurður um þetta áframtíst af blaðamönnum í dag. Sagði hann Williams vera afar virtan álitsgjafa á hægri vængnum.„Þetta var áframtíst. Þetta var komið frá honum, ekki mér,“ sagði Trump. „Hann er maður sem er með hálfa milljón fylgjenda, það eru margir fylgjendur og hann er virtur,“ sagði Trump og bætti því við að þetta væri í góðu lagi.Fátt bendir hins vegar til þess að Williamssé jafn virtur og Trump telji en á vef VOX í Bandaríkjunumer bent á að Williams hafi síðast verið í fréttum vegna rasískra ummæla hans á FOX News sjónvarpstöðinni um blaðakonuna Sara Jeoung sem þóttu svosvívirðileg að viðtalinu við hann var skyndilega hætt.Aðspurður hvort Trump tryði því að Clinton-fjölskyldan væri eitthvað viðriðin dauða Epstein svaraði Trump að hann vissi ekkert um það. Sagðist hann þó vita að Bill Clinton hefði sést í flugvél Epstein í 27 skipti og að blaðamenn þyrftu að komast að því hvort Clinton hafi verið gestur einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Eyjan hefurverið nefnd „Barnaníðingaeyjan“.Forsetaframbjóðendur Demókrata hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna hins umdeilda áframtísts. Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði áframtíst Trump enn eitt dæmið um að hann notaði opinbert embætti sitt til að ráðast á andstæðinga sína með rakalausum samsæriskenningum.Auk samsæriskenninganna um Clinton og Barack Obama sakaði Trump föður Teds Cruz, mótherja síns í forvali repúblikana árið 2016, um að hafa átt þátt í morðinu á John F. Kennedy forseta. Cruz fordæmdi Trump þá sem lygara.Trump argues his retweet of a @w_terrence tweet suggesting the Clintons murdered Jeffrey Epstein "was fine" because Williams is "a highly respected conservative pundit. A big Trump fan. And that was a retweet ... he's a man who has half a million followers." pic.twitter.com/7fCwb59T3L — Aaron Rupar (@atrupar) August 13, 2019 Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Fréttir af dauða Epstein komnar á spjallborð áður en yfirvöld staðfestu þær Slökkvilið New York-borgar rannsakar nú hvort að viðbragðsaðili á þeirra vegum hafi mögulega birt fregnir af dauða kynferðisglæpamannsins og fjárfestisins Jeffey Epstein á þekktu spjallborði á netinu, áður en yfirvöld staðfestu dauða hans. 13. ágúst 2019 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því að hafa dreift rakalausri samsæriskenningu um að Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi átt þátt í dauða Jeffrey Epstein í fangelsi um helgina. Vísaði Trump í fjölda fylgjenda grínistans Terrence K. Williams á Twitter til þess að verja áframtíst sitt á tísti hans. Epstein, sem var sakaður um mansal og kynferðisbrot, fannst látinn í klefa sínum á laugardag og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum hafið rannsókn á dauða hans. Fjöldi samsæriskenninga um dauða Epstein hafa farið á flug síðustu daga. Epstein átti marga auðuga og valdamikla vini, þar á meðal Clinton og Trump sjálfan. Epstein var handtekinn í síðasta mánuði og ákærður fyrir mansal á unglingsstúlkum á Flórída og í New York.Trump var einn þeirra sem dreifði samsæriskenningu um dauða Epstein á netinu um helgina með því aðáframtísta tísti hægrisinnaða grínistans Terrence K. Williamsþar sem hann sem dró í efa að Epstein hefði í raun svipt sig lífi. Hélt grínistinn því fram að Epstein hefði „haft upplýsingar um Clinton og nú er hann dauður“.„Við vitum hver gerði þetta,“ sagði grínistinn Terrence K. Williams og hvatti fylgjendur sína til að áframtísta ef þetta „kæmi þeim ekki á óvart“. Með fylgdi mynd af bæði Bill og Hillary Clinton.Died of SUICIDE on 24/7 SUICIDE WATCH ? Yeah right! How does that happen#JefferyEpstein had information on Bill Clinton & now he's deadI see #TrumpBodyCount trending but we know who did this! RT if you're not Surprised#EpsteinSuicide #ClintonBodyCount #ClintonCrimeFamily pic.twitter.com/Y9tGAWaAxX— Terrence K. Williams (@w_terrence) August 10, 2019 Trump var spurður um þetta áframtíst af blaðamönnum í dag. Sagði hann Williams vera afar virtan álitsgjafa á hægri vængnum.„Þetta var áframtíst. Þetta var komið frá honum, ekki mér,“ sagði Trump. „Hann er maður sem er með hálfa milljón fylgjenda, það eru margir fylgjendur og hann er virtur,“ sagði Trump og bætti því við að þetta væri í góðu lagi.Fátt bendir hins vegar til þess að Williamssé jafn virtur og Trump telji en á vef VOX í Bandaríkjunumer bent á að Williams hafi síðast verið í fréttum vegna rasískra ummæla hans á FOX News sjónvarpstöðinni um blaðakonuna Sara Jeoung sem þóttu svosvívirðileg að viðtalinu við hann var skyndilega hætt.Aðspurður hvort Trump tryði því að Clinton-fjölskyldan væri eitthvað viðriðin dauða Epstein svaraði Trump að hann vissi ekkert um það. Sagðist hann þó vita að Bill Clinton hefði sést í flugvél Epstein í 27 skipti og að blaðamenn þyrftu að komast að því hvort Clinton hafi verið gestur einkaeyju Epstein í Karíba-hafinu. Eyjan hefurverið nefnd „Barnaníðingaeyjan“.Forsetaframbjóðendur Demókrata hafa gagnrýnt Trump harðlega vegna hins umdeilda áframtísts. Beto O‘Rourke, frambjóðandi í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði áframtíst Trump enn eitt dæmið um að hann notaði opinbert embætti sitt til að ráðast á andstæðinga sína með rakalausum samsæriskenningum.Auk samsæriskenninganna um Clinton og Barack Obama sakaði Trump föður Teds Cruz, mótherja síns í forvali repúblikana árið 2016, um að hafa átt þátt í morðinu á John F. Kennedy forseta. Cruz fordæmdi Trump þá sem lygara.Trump argues his retweet of a @w_terrence tweet suggesting the Clintons murdered Jeffrey Epstein "was fine" because Williams is "a highly respected conservative pundit. A big Trump fan. And that was a retweet ... he's a man who has half a million followers." pic.twitter.com/7fCwb59T3L — Aaron Rupar (@atrupar) August 13, 2019
Bandaríkin Donald Trump Jeffrey Epstein Tengdar fréttir „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Fréttir af dauða Epstein komnar á spjallborð áður en yfirvöld staðfestu þær Slökkvilið New York-borgar rannsakar nú hvort að viðbragðsaðili á þeirra vegum hafi mögulega birt fregnir af dauða kynferðisglæpamannsins og fjárfestisins Jeffey Epstein á þekktu spjallborði á netinu, áður en yfirvöld staðfestu dauða hans. 13. ágúst 2019 17:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48
Fréttir af dauða Epstein komnar á spjallborð áður en yfirvöld staðfestu þær Slökkvilið New York-borgar rannsakar nú hvort að viðbragðsaðili á þeirra vegum hafi mögulega birt fregnir af dauða kynferðisglæpamannsins og fjárfestisins Jeffey Epstein á þekktu spjallborði á netinu, áður en yfirvöld staðfestu dauða hans. 13. ágúst 2019 17:01