Fjögur ár frá viðskiptaþvingunum Rússa: „Mikilvægt fyrir alla að alþjóðalög haldi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. ágúst 2019 20:30 Utanríkisráðherra segir að allir, og sérstaklega smáríki, eigi mikið undir því að alþjóðalög séu virt. Því sé óskynsamlegt að rjúfa samstöðu með öðrum vestrænum ríkjum. Mynd/Skjáskot Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Fjögur ár eru í dag frá því að Rússar settu viðskiptabann á Ísland. Þvingunaraðgerðir vestrænna ríkja komu til árið 2014 vegna innlimunar Rússlands á Krímskaga og stríðsins í Úkraínu. 13 ágúst ári síðar lögðu Rússar viðskiptabann á Ísland ásamt öðrum ríkjum sem svar við aðgerðum vestrænu ríkjanna. Þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi snúa meðal annars að stjórnmálamönnum, auðmönnum og vopnaviðskiptum en viðskiptabann Rússa er á venjulegan varning, fyrst og fremst matvæli. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir nauðsynlegt að Ísland standi áfram með öðrum þjóðum sem vilja að alþjóðalög séu virt. Því sé það óráðið að gefa eftir í þvingunum gegn Rússlandi nú.„Alþjóðalög voru brotin mjög gróflega„ segir Guðlaugur. „Við sáum landamærum breytt með vopnavaldi sem við höfum ekki séð gert frá dögum seinni heimsstyrjaldarinnar.“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sjá hins vegar ekki séð að hægt sé að færa rök fyrir áframhaldandi þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum þar sem tap af þeim nemi háum upphæðum. Frá þessu greina samtökin á vef sínum í tilefni af fjögurra ára tímamótunum. Þar segir að Ísland hafi hlutfallslega orðið verst út úr viðskiptabanninu. Verðmæti vöruviðskipta, án þjónustuviðskipta og notaðra skipa, til Rússlands hefur dregist verulega saman og þar munar mest um sjávarútveginn. Verðmæti útflutnings vöruviðskipta til Rússlands var 26 milljarðar króna árið 2014 en hefur dregist saman eftir a Rússar komu á viðskiptabanni. Síðast í fyrra nam verðmæti vöruútflutnings um fjórum milljörðum og fer aðeins upp á við.Verðmæti vöruútflutninga til Rússlands. Tölur án þjónustuviðskipa og notaðra skipa.Mynd/SkjáskotÞarna vegur hlutdeild sjávarútvegsins langmest. SFS segir að þó að þrátt fyrir að aðrir markaðir hafi fundist fyrir vörur sem áður fóru til Rússlands sé virðisaukinn mun minni. Guðlaugur Þór segir að horfa verði á heildarmyndina í þessu samhengi. „Engin atvinnugrein, eða allavega mjög fáar, eiga jafn mikið undir því að alþjóðalög séu virt eins og sjávarútvegurinn. Það er ekki hægt að taka þetta úr samhengi. Það hagnast allir á því að alþjóðalög séu haldin en þó sérstaklega þeir minnstu,“ og nefnir hann Ísland í því samhengi. Vöruviðskipti í Rússlandi aukast þó á öðrum sviðum en í sjávarútvegi. Hátæknifyrirtæki munu til dæmis líklega koma til með að auka gjaldeyristekjur töluvert með nýlegum samningum við rússnesk matvælafyrirtæki. „Við höfum unnið hörðum höndum að því frá því þegar ég kom í utanríkisráðuneytið og ábyggilega fyrir þann tíma að auka viðskipti milli Íslands og Rússlands og sem betur fer erum við að sjá árangur á því sviði og mikla aukningu á milli ára þó að það sé ekki á sömu sviðum og það var áður en þeir lögðu á okkur viðskiptabann.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira