Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 14:15 Pavel Ermolinskij mun klæðast rauðu næsta vetur vísir Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis. Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda. Pavel hefur verið lykilmaður hjá KR undanfarin sex ár eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2013. Frá því hann kom heim hefur Íslandsmeistaratitillinn átt heima í Vesturbænum. Hvað kom til að hann ákvað að færa sig um set? „Það var bara komið að því held ég,“ sagði Pavel á blaðamannafundi Vals í dag. „Ég var orðinn of rólegur og sáttur í KR og það hafði áhrif á hvernig ég nálgaðist körfubolta og sjálfan mig.“ „Þetta var held ég rétti tímapunkturinn fyrir mig til þess að setja aukna pressu á mig og gera meiri kröfur til sjálfs míns.“Pavel er fæddur árið 1987. Hann er uppalinn hjá Skallagrími en er landsmönnum þekktastur sem leikmaður KRvísir/báraPavel sagði ákvörðunina að yfirgefa KR hafa verið erfiða. „Þetta eru búnir að vera skrýtnir dagar, spenntur og mjög stemmdur fyrir þessu en að sama skapi mjög leiður og dapur yfir ákveðnum sambandsslitum við fólkið í KR.“ „Það var orðið miklu meira en bara körfuboltasamband og ég hef ekki trú á öðru en að það haldist þrátt fyrir að ég sé að kasta bolta í körfu fyrir eitthvað annað lið.“ Valur kom upp í Domino's deildina vorið 2017, hélt sér uppi á fyrsta tímabilinu og var í baráttu um sæti í úrslitakeppninni síðasta vetur. Afhverju varð Valur fyrir valinu hjá Pavel? „Þegar ég var orðinn nokkuð viss um að ég væri að fara frá KR þá þurfti ég í raun og veru bara að finna farartæki, einhvern bíl sem ég get keyrt þangað sem ég vil að hann komist,“ sagði djúpur Pavel. „Ég átti marga góða fundi með Valsmönnum, þetta er stór klúbbur, þeir geta og vilja útvegað þennan bíl. Þeir geta verið með mér og vita að ég er ekki kominn hingað til þess að taka eitt lítið skref áfram.“ „Þeir eru til í að setja kröfur á sjálfa okkur að gera miklu betur.“ Síðasta tímabil einkenndist af meiðslum hjá Pavel en hann hefur verið að koma sér í stand í sumar og átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu á dögunum. Hann segir líkamann vera í góðu standi.„Standið er gott í dag. Sum af þessum meiðslum sem ég lenti í eru út af því að ég hafði það gott í KR, gat tekið því rólega og meiddist í kjölfarið.“ „Það er góð tilfinning núna að vita að það er meiri pressa á mér, ég þarf að standa mig og sinna þessu á ákveðinn hátt. Ég get alltaf meiðst, en ég mun mæta klár, það er alveg klárt.“ Pavel hefur ekki tapað í 20 seríum í úrslitakeppninni á Íslandi í röð og er greinilegt að í hans huga er lítið annað en sigur í boði þegar hann mætir á körfuboltavöllinn. Svarið við spurningunni hvert markmiðið fyrir veturinn væri var einfalt. „Það er að vinna.“ „Ég ætla bara að segja það núna og vona að leikmenn, þjálfarar og stjórn byrji að apa það eftir mér. Þetta er hugarfarsbreytingin sem þarf að eiga sér stað hér.“ „Allt annað verður vonbrigði. Valur er stór klúbbur og að þeir geri kröfu um eitthvað minna ætti ekki að vera í boði. Við komumst ekkert áfram nema þetta verði hugsunin,“ sagði Pavel Ermolinskij. Pavel mætir með sínum nýju félögum til leiks í Domino's deild karla þann 3. október þegar liðið fer í Grafarvoginn og mætir nýliðum Fjölnis.
Dominos-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti